Morgunblaðið - 11.01.2006, Síða 10

Morgunblaðið - 11.01.2006, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR  Sérfræðingar Deloitte á Skattadeginum Reynsla Dana af íslenskum fjárfestum á morgun „VIÐ erum ekki búnir að finna loðnustofninn, sem er týndur, en við náðum þó að klófesta eina sem við fundum í maga þorsks sem við veiddum. Kannski var þetta síld en við viljum trúa því að þetta hafi verið loðna,“ sagði Kristófer Bjarnason skipstjóri á netabátnum Sigrúnu AK 17 í léttum tón í gær er hann var að landa í gær í Akra- neshöfn ásamt hásetunum Gísla Hallbjörnssyni og Inga Þór Bjarnasyni. „Það var bara kropp hjá okkur í þessum túr, en við fengum nær eingöngu stóran þorsk og eitthvað af ýsu og þetta er ágætis byrjun á árinu,“ bætti Kristófer við en hann segir að flestir bátar á Akra- nesi séu á sjó þessa dagana, á línu eða að draga net, en þó eigi eftir að bætast í hópinn. Sjómenn á Akranesi hafa áhyggjur af loðn- unni og telja að ástandið verði slæmt verði hrun í þeim stofni. Og er greinlegt að þorskurinn fær ekki nægt æti því dæmi eru um að smáfiskur finnist í maga stórra þorska – og ætið því ekki mikið fyrir þorskinn. Ellismellir á Sigrúnu AK „Við köllum okkur ellismellina á Sigrúnu enda erum við allir komn- ir á sjötugsaldurinn en við kvört- um ekki.“ Kristófer segir að það sé rétt að Sigrún sé ávallt á meðal fyrstu báta í land eftir róðurinn en það sé enn ekki hægt að stilla klukkuna eftir henni líkt og marg- ir gerðu með Akraborgina á árum áður. „Við förum alltaf snemma út á sjó, ekki mikið seinna en kl. 6 að morgni, og komum síðan um há- degi í land, en þrátt fyrir að við séum á gömlu Akraborgarbryggj- unni að landa þá erum við ekki eins stundvísir og hún var,“ segir Kristófer en skipverjar hlustuðu á hádegisfréttir Ríkisútvarpsins á meðan þeir lönduðu og glumdi vel í útvarpinu á meðan fluttar voru fréttir af loðnuleit. Kristófer sagði að kuldinn væri helsti óvinur sjómanna á þessum árstíma og kastaði um leið nokkr- um rauðmögum á milli kera upp á bryggjunni. „Fisksalarnir eiga eft- ir að slást um þessa fáu fiska enda eru allir að borða fisk í byrjun árs eftir allt kjötátið um hátíðirnar.“ Allur afli Sigrúnar fer beint á markað og segir Kristófer að hann sé ekki sáttur við það verð sem sjómenn fái fyrir aflann. „Hátt gengi íslensku krónunnar fer illa með okkur enda fáum við mun minna fyrir okkar vinnu í dag en áður. Vonandi fer þetta að lagast en við höldum áfram og vonum það besta,“ sagði Kristófer. Ólíkt því sem áður var Valentínus Ólason hafnsögu- maður á Akranesi segir að afli hafi ekki verið mikill það sem af er nýju ári og kennir hann um brælu sem hefur staðið yfir með jöfnu millibili frá því í desember. „Nokkrir bátar eiga enn eftir að gera sig klára fyrir vertíðina, en það er ekki hægt að bera upphaf vertíðar í dag við það sem var og hét fyrir tveimur áratugum eða svo. Í dag eru bátarnir miklu færri, en eru kannski að veiða svipað magn á minni bátum og með færri í áhöfn. Tæknin hefur hjálpað mönnum við veiðarnar og hlutir eins og flotteinar og sjálf- virk spil gera veiðarnar mun auð- veldari en áður,“ segir Valentínus. Hann vonar að sjómenn fái að upplifa „skot“ eins og í mars í fyrra. „Þá komu bátarnir með full- fermi í land og fóru út aftur til þess að draga meira þar sem þeir komu ekki öllum aflanum í land í einni ferð. Ástandið á því eftir að lagast heilmikið að ég held,“ bætti Valentínus við. Morgunblaðið/Sigurður Elvar Gísli Hallbjörnsson, Ingi Þór Bjarnason og Kristófer Bjarnason hafa kló- fest eina loðnu það sem af er, en hún fannst í maga þorsks. Ágætis byrjun á árinu Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is Ekki eins stundvísir og Akraborgin, segja kallarnir á Sigrúnu AK sem róa frá Akranesi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.