Morgunblaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Álagningarseðlarvegna fasteigna-gjalda verða send- ir út síðar í mánuðinum eins og hefðbundið er ár hvert. Sveitarfélög hafa mörg hver tekið ákvarðan- ir um að lækka álagning- arstuðla fasteignagjalda vegna mikillar hækkunar fasteignamats. Í öðrum sveitarfélögum hafa ákvarðanir í þessum efnum ekki enn verið teknar, en málið verður til umfjöllun- ar á bæjarráðs- og bæjar- stjórnarfundum sem fyrirhugaðir eru á næstu dögum og vikum. Fasteignamat hefur aldrei í sög- unni hækkað jafnmikið og það hækkaði í lok síðasta árs. Þá hækk- aði matið á sérbýli á höfuðborgar- svæðinu um 35% og á íbúðum í fjöl- býli um 30% og koma þessar hækkanir til viðbótar miklum hækkunum á fasteignamati á und- anförnum árum. Í stærri sveitarfélögum víða um land, á Suðurnesjum, Vesturlandi, Norður- og Austurlandi, var hækk- unin litlu minni en á höfuðborgar- svæðinu eða 30% á sérbýli og 20% á íbúðum í fjölbýli. Þannig er til að mynda háttað um Reykjanesbæ, Grindavík, Sandgerði, Voga, Sel- foss, Akranes, Borgarnes, Akur- eyri, Egilsstaði og Fellabæ. Stærstur hluti fasteignagjalda er reiknaður út frá fasteignamati og hefði því að óbreyttum álagn- ingarstuðlum þýtt samsvarandi hækkun á tekjum sveitarfélaga af þessum liðum fasteignagjaldanna. Sveitarfélögin hafa hins vegar mörg hver ákveðið að lækka álagn- ingarstuðlana eða eru með fyrir- ætlanir um það, þannig að tekjur af fasteignagjöldum hækki ekki meira en sem nemur verðlags- hækkun á tímabilinu. Sum sveitar- félög ætla að lækka gjöldin meira en sem þessu nemur. Þannig ætlar Kópavogur að gefa afslátt af fast- eignaskatti, holræsagjaldi og vatnsgjaldi sem nemur hækkun matsins, auk þess sem vatnsgjald lækkar úr 0,19% í 0,13%. Fasteignagjöld skiptast í fast- eignaskatt, holræsagjald, vatns- gjald, aukavatnsgjald, sorpeyðing- argjald, sorphreinsunargjald og lóðarleigu. Gjöldin eru lögð á allar fasteignir í bæjarfélögum, hvort sem um er að ræða íbúðar- eða at- vinnuhúsnæði. Fasteignaskattar og holræsagjald er reiknað út frá fasteignamati og vatnsgjald einnig í flestum tilvikum, en í sumum til- vikum er um að ræða fastagjald í krónutölu, auk gjalds á fermetra. Aukavatnsgjald er reiknað út frá rúmmetrastærð húss, sorpgjöldin eru krónutölugjöld og lóðaleigan er í flestum tilvikum reiknuð út frá lóðamati. Samanburður á inn- heimtu fasteignagjalda á milli sveitarfélaga getur því verið nokk- uð flókin, en talsverður munur er á milli sveitarfélaga að því leyti hversu há prósenta er innheimt í þessum gjöldum og getur þar mun- að tugum þúsunda í sumum tilvik- um, sérstaklega þegar um stórar og verðmætar eignir er að ræða. Reykjavík hefur þegar ákveðið að lækka álagningarstuðla þannig að tekjur aukist ekki nema sem nemur verðlagshækkun á tíma- bilinu. Mosfellsbær og Garðabær hafa einnig ákveðið lækkanir og til stóð að samþykkja lækkanir álagn- ingarstuðla á bæjarstjórnarfundi í Hafnarfirði í gærkvöldi. Seltjarn- arnes tók ákvörðun um lækkun álagningarstuðla fasteignaskatts og vatnsgjalds áður en endanlegt fasteignamat lá fyrir um miðjan desember síðastliðinn, en holræsa- gjald er ekki innheimt á Nesinu. Fasteignamat í bæjarfélaginu hækkaði meira en áætlanir gerðu ráð fyrir og stendur til að lækka álagningarstuðla fasteignaskatta enn frekar á bæjarstjórnarfundi sem fyrirhugaður er 18. janúar næstkomandi. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að ákvarðanir hafi ekki enn verið teknar um lækkun álagningarstuðla fast- eignagjalda í bæjarfélaginu, en það verði gert á næstu einum til tveim- ur vikum og markmiðið sé að tekjur af fasteignagjöldum aukist ekki umfram verðlag. Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, tók í sama streng. Ákvarðanir um lækkun álagningarstuðla verði teknar á næstu vikum og stefnt sé að því að álögur hækki ekki í takt við þessa hækkun fasteignamatsins heldur miklu fremur í takt við verðlag á tímabilinu eða eitthvað slíkt. Ekki hefur verið tekin afstaða til hækkunar fasteignamatsins í bæj- arstjórn Borgarbyggðar. Fjár- hagsáætlun fyrir 2006 var sam- þykkt í byrjun desember áður en nýtt mat lá fyrir og voru þá óbreyttir álagningarstuðlar sam- þykktir. Páll Brynjarsson, bæjar- stjóri, segist eiga von á að málið verði til umræðu á bæjarstjórnar- fundi síðar í vikunni. Ákveðið var að lækka álagning- arstuðla fasteignaskatta á Egils- stöðum við afgreiðslu fjárhags- áætlunar í byrjun desember. Álagningarstuðlar á íbúðarhús- næði lækkuðu um 11% og á at- vinnuhúsnæði um 13%, en ekki stendur til að lækka stuðlana frek- ar, að sögn Eiríks Björns Björg- vinssonar bæjarstjóra. Fréttaskýring | Sveitarfélög og fasteignamat Taka ákvarð- anir fljótlega Lækkun álagningarstuðla fasteigna- gjalda er víða enn til meðferðar Verðmæti fasteigna hefur stóraukist. Fimm sinnum hærri álagn- ing á atvinnuhúsnæði  Álagning fasteignaskatta á at- vinnuhúsnæði er miklu hærri en á íbúðarhúsnæði. Þannig getur álagningin á atvinnuhúsnæði verið þrisvar til fimm sinnum hærri en á íbúðarhúsnæði. Fast- eignamat á atvinnuhúsnæði hækkaði minna en á íbúðar- húsnæði eða um 10% almennt, en þó um 20% í Reykjavík og Kópa- vogi. Lækkanir á álagning- arstuðlum atvinnuhúsnæðis hafa hins vegar lítið verið til umræðu. Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur að skort hafi á að gjafsóknarnefnd og dóms- og kirkjumálaráðuneytið hafi leyst úr beiðni föður um gjafsókn í forsjármáli með fullnægjandi hætti. Maðurinn kvartaði yfir því við um- boðsmanninn að ráðuneytið synjaði umsókn hans en hann hugðist fara í mál fyrir héraðsdómi gegn barns- móður sinni vegna forsjár tveggja barna þeirra. Ráðuneytið synjaði beiðninni. Barnalög ganga út frá því að for- eldri, sem ekki hefur forsjá barns, geti krafist forsjárbreytingar fyrir dómi í framhaldi af fyrri dómsúr- lausn, enda telji dómur að forsendur hafi breyst frá uppkvaðningu fyrri dóms og að forsjárbreytingin sé til hagsbóta fyrir barnið, að því er fram kemur í áliti umboðsmannsins. Synj- un ráðuneytisins á málaleitan mannsins byggðist á því að Hæsti- réttur hefði áður dæmt í forsjármáli hans og barnsmóðurinnar og ekki yrði séð af framlögðum gögnum að aðstæður hefðu breyst svo að ætla mætti að niðurstaða málsins yrði önnur. Taki málið til meðferðar að nýju ef maðurinn óskar þess Umboðsmaður benti m.a. á að gjaf- sóknarnefnd hefði ekki talið ástæðu til að draga í efa staðhæfingar mannsins um breyttar aðstæður hans og að hæstaréttardómurinn fjallaði einungis um forsjá dótturinn- ar en ekki sonarins. Því hefði ekki verið hægt að ganga út frá því að dómurinn hefði skorið úr öllum álita- efnum sem uppi væru í málinu sem maðurinn hugðist höfða, enda varð- aði það forsjá beggja barnanna. Þá benti umboðsmaður á að í gjaf- sóknarbeiðni mannsins hefði komið fram að barnsmóðirin hefði tálmað umgengni hans við börnin. Umboðs- maður kvaðst ekki sjá, í ljósi ákvæðis barnalaga, með hvaða rökum gjaf- sóknarnefnd og ráðuneytið gætu full- yrt að slík tálmun á umgengni myndi ekki skipta sköpum um niðurstöðu í dómsmáli um forsjá barnanna. Það var einnig niðurstaða umboðs- manns að dráttur á meðferð málsins hefði ekki verið skýrður með full- nægjandi hætti. Beindi hann þeim til- mælum til dóms- og kirkjumálaráðu- neytisins að það tæki mál mannsins til meðferðar að nýju, ef hann óskaði þess, og leysti þá úr því í samræmi við sjónarmið sem fram koma í áliti umboðsmanns. Beiðni um gjafsókn ekki af- greidd á fullnægjandi hátt Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is  Meira á mbl.is/ítarefni PÓST- og fjarskiptastofnun hafnar því að samþykkja þær breytingar sem Síminn boðaði á gjaldskrá fyr- ir samtengingarþjónustu og áttu að taka gildi um áramótin. Er Sím- anum því óheimilt að innheimta hærri gjöld fyrir samtengingu en þau sem í gildi voru fyrir tilkynn- ingu Símans. Um er að ræða gjöld vegna samtengingar við símakerfi annarra fjarskiptafyrirtækja. Sím- inn hefur sent stofnuninni bréf þar sem farið er fram á að hún dragi ákvörðun sína til baka vegna mein- legra galla. Í niðurstöðu Póst- og fjarskipta- stofnunarinnar segir m.a., að stofnunin geti ekki fallist á rök Símans um hækkun kvöld-, nætur- og helgidagataxta fyrir svonefndan umflutning, nýtt tengigjald fyrir umflutning og sérstakt gjald fyrir aðgangstengingu í föstu forvali. Helstu rök Símans fyrir hækkun á umræddum gjöldum byggist á verðsamanburði við gjöld sem tek- in eru af TDC í Danmörku, Tele- nor í Noregi, Skanova í Svíþjóð og Eircom á Írlandi. Póst- og fjar- skiptastofnun segir meðal annars, að ljóst sé að þær tölur, sem Sím- inn miði við, séu í sumum tilfellum ekki samanburðarhæfar, þar sem Síminn bjóði einungis upp á eina tegund samtengingar í gegnum skiptistöðvar. Brot á jafnræðisreglu Að sögn Evu Magnúsdóttur, upplýsingafulltrúa Símans, telur fyrirtækið að með ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar, sé brotið gegn jafnræðis-, andmæla- og rannsóknarreglu. Stofnunin byggi ákvörðun sína meðal annars á þeirri fullyrðingu að Og Vodafone hafi ekki verið útnefnt sem félag með umtalsverða markaðshlut- deild. Segir Eva að stofnunin hafi hins vegar sjálf útnefnt Og Voda- fone sem fyrirtæki með umtals- verða markaðshlutdeild á farsíma- markaði í júlí 2003. Í október það ár hafi svo úr- skurðarnefnd fjarskiptamála út- nefnt Og Vodafone sem fyrirtæki með umtalsverða markaðshlutdeild á samtengimarkaði. Þá hafi verið tekið fram í bréfi sem Póst- og fjarskiptastofnun sendi Símanum að ekki væri óskað eftir rökstuðn- ingi Símans varðandi breytingu á samtengiverðum í NMT, sem sé brot á andmælarétti Símans. Enn- fremur hafi stofnunin brotið gegn rannsóknarreglu í málinu og ekki gætt þess að upplýsa nægilega vel um málið. Að sögn Evu telur Sím- inn að stjórnsýsluhættir Póst- og fjarskiptastofnunar í málinu séu með þeim hætti að stofnunin hafi skapað sér bótaskyldu. Hafna boðuðum breyting- um á gjaldskrá Símans Annað eins hal hefur ekki verið tekið af Eyjamanni svo elstu menn muni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.