Morgunblaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GESTUR INGVI KRISTINSSON, Torfnesi, Hlíf 1, Ísafirði, áður Hlíðarvegi 4, Suðureyri, verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju laugar- daginn 14. janúar kl. 11.00. Þeim, sem vilja minnast hans er bent á að láta Krabbameinsfélagið Sigurvon njóta þess. Sólveig Hulda Kristjánsdóttir, Þuríður Kristín Heiðarsdóttir, Páll Ólafsson, Kristinn Gestsson, Jóhanna Sigurbjörg Vilhjálmsdóttir, Óðinn Gestsson, Pálína Pálsdóttir, Gunnhildur Gestsdóttir, Albert Högnason, Jón Arnar Gestsson, Sveinbjörn Yngvi Gestsson, barnabörn og barnabarnabarn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS KRISTINN RANDRUP hljóðfæraleikari og málari, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, mið- vikudaginn 11. janúar, kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartavernd. Guðmundur Magnússon, Jóhanna Helgadóttir, Halldóra Magnúsdóttir, Gunnar Kári Magnússon, Nana Egilson, Magnús Jakob Magnússon, Halla Magnúsdóttir, Marías H. Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT SVEINBJÖRNSDÓTTIR, Víðilundi 25, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 13. janúar kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Heimahlynningu Akureyri. Erla I. Hólmsteinsdóttir, Svanur Eiríksson, Hugrún Hólmsteinsdóttir, Hólmsteinn T. Hólmsteinsson, Rut Ófeigsdóttir, Margrét G. Hólmsteinsdóttir og fjölskyldur. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, NÍELS HELGI JÓNSSON, Birkihlíð 14, Reykjavík, sem lést laugardaginn 31. desember, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 13. janúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta Barnaspítalasjóð Hringsins, í síma 543 3724, njóta þess. Dóra Unnur Guðlaugsdóttir, Valgerður Níelsdóttir, Lárus Loftsson, Gústaf A. Níelsson, Bergþóra Sigurbjörnsdóttir, Guðlaugur Níelsson, Ragna Þóra Ragnarsdóttir, Brynjar Níelsson, Arnfríður Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, dóttursonur, bróðir og frændi, ÁRNI JÓN GUÐMUNDSSON frá Skagaströnd, Réttarholtsvegi 63, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Seljakirkju föstudaginn 13. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Herdís Sigríðardóttir, Einar Karl Héðinsson, Sigríður Ragna, Sólveig Lára, Guðmundur, Helgi Sven og Pétur Atli Árnabörn, Guðmundur Árnason, Guðrún Magnúsdóttir, Sesselja Guðmundsdóttir, Rúnar Berg Jóhannsson og dætur, Guðrún Guðmundsdóttir, Quentin Bates og börn og frændsystkini. Elsku afi Palli, þeg- ar mamma sagði mér það í símanum að þú værir dáinn þá fór ég að hugsa um allar þessar yndislegu minningar sem ég á um þig. Það sem ég man best er þegar við vorum öll samankomin í sumarbústaðnum þínum og þú tókst úr þér fölsku tennurnar og settir á þig klút um hausinn og lékst gamla konu og hljópst út um allt og við börnin með og við hlógum og hlóg- um. SIGURPÁLL ÍSFJÖRÐ AÐALSTEINSSON ✝ Sigurpáll ÍsfjörðAðalsteinsson fæddist á Húsavík 6. apríl 1922. Hann lést á Sólvangi í Hafnarfirði 17. des- ember síðastliðinn og var jarðsunginn frá Kópavogskirkju 29. desember. Ég man líka þegar ég og pabbi komum í heimsókn til þín þeg- ar þú bjóst í Sunnu- hlíð, þá var ég svo hissa á því að þú varst ennþá að mála mynd- ir. Ég man eftir einu skipti, þá varstu að mála myndir af bátum á Húsavík og þú mundir öll nöfnin á þeim og þessar mynd- ir sem þú málaðir voru jafnflottar og þær sem þú málaðir fyrir mörgum, mörgum árum síðan. Þú varst svo laginn í höndunum, allt sem þú gerðir var svo vandað og flott, hvort sem það var málverk, glerverk eða málaðir dúkar. Ég á margt sem þú gerðir og mun ég varðveita það mjög vel hjá mér. Núna ertu komin til ömmu Huldu og vona ég að ykkur líði vel saman. Elsku afi Palli, allar þessar minn- ingar og miklu fleiri geymi ég hjá mér, við eigum svo eftir að hittast síðar. Loks er dagsins önn á enda úti birtan dvín. Byrgðu fyrir blökkum skugga björtu augun þín. Ég skal þerra tár þíns trega, tendra falinn eld, svo við getum saman vinur syrgt og glaðst í kveld. Lífið hefur hendur kaldar, hjartaljúfur minn. Allir bera sorg í sefa, sárin blæða inn. Tárin falla heit í hljóði, heimur ei þau sér. Sofna vinur, svefnljóð meðan syng ég yfir þér Þreyttir hvílast, þögla nóttin þaggar dagsins kvein. Felur brátt í faðmi sínum fagureygðan svein. Eins og hljóður engill friðar yfir jörðu fer. Sof þú væran, vinur, ég skal vaka yfir þér. (Kristján frá Djúpalæk.) Þín Ása Birna. Laust eftir miðja síðustu öld voru faðir minn og bróðir að reisa nýtt íbúðarhús á jörð sinni, Fremstafelli í Köldukinn. Sumarið 1952 var kjall- arinn risinn, en eftir það brást yfir- smiðurinn sem ráðinn hafði verið til verksins. Með einhverjum atburð- um sem mér eru ókunnir varð að ráði að klæðskerameistari frá Húsavík, Siguráll Ísfjörð Aðal- steinsson, var fenginn til að stýra byggingarverkinu. Þá kynntist ég Páli, því að ég vann að smíðinni ásamt bróður mínum í sumarleyfum mínum sem voru býsna löng í þá daga. Það kom brátt í ljós að Páll var í sannleika það sem kallað er þúsundþjalasmiður. Allt lék í hönd- um hans, frá hinu grófasta múr- verki til fíngerðustu trésmíða. Mér er í minni stolt mitt og gleði þegar lokið var að negla upp súðina sum- arið 1954: Þarna var risið stórt og glæsilegt íbúðarhús. En það hafði líka kostað ófá handtökin! Þegar Páll var síðan að negla upp álþakið kom slys fyrir líkt og forðum daga hjá Stebba smið í Fjallkirkjunni: of mikið hafði verið sniðið af sumum þakplötunum. Þá brá sem snöggv- ast fyrir þungum áhyggjusvip á andliti Páls sem kenndi sér um slys- ið; en síðan greip hann klippurnar, jafnaði skakkann og leyndi honum í þakskegginu svo haglega að enginn mun síðan hafa orðið var við nokkra misfellu. Að vetrinum var ég á brautu við störf í Reykjavík. Þá vann Sigurpáll með Jóni bróður að múrverki og smíðum innan húss, og síðan greip Páll pensilinn og málaði neðri hæð- irnar í hólf og gólf. Haustið 1954 var aðeins eftir að innrétta rishæðina. Í september voru borð reist á gólf- hellunni, og þar var fagnað gull- brúðkaupi foreldra minna. Að sjálf- sögðu var Sigurpáll meðal gesta, og þá tók hann ljósmynd af gamla hús- inu sem nú skyldi hverfa, en það hafði faðir minn reist þegar hann fluttist úr Hriflu í Fremstafell árið 1910. Eftir þessari ljósmynd gerði Páll síðan tvö málverk sem hann gaf okkur bræðrunum, sitt hvorum, og hangir annað í stofu Jóns, en hitt í minni stofu. Oft bendi ég gestum á gluggann í Suðurstofunni og segi þeim til fróðleiks: „Bak við þennan glugga fæddist ég forðum daga.“ – Síðar fékk kona mín Sigurpál til að mála „portrett“ af undirrituðum, sem auðvitað hangir einnig á stofu- vegg okkar. Sigurpáll var hagur og býsna frumlegur tómstundamálari, og eru mörg myndverk eftir hann víðs vegar í einkaeigu. Um eitt skeið kenndi hann málaralist á nám- skeiðum í Kópavogi. „Ég lærði mest á því að kenna,“ sagði hann við mig – og mun marg- ur fræðarinn hafa þá sömu sögu að segja. Fjölskylda mín kunni vel að meta hjálp Sigurpáls við að reisa hið myndarlega hús í Fremstafelli, og gróin vinátta tókst með honum og foreldrum mínum, bróður og mág- konu. Engan þátt átti ég í því þegar Sigurpáll var síðar á ævinni ráðinn húsvörður í Árnagarði, þótt ég tæki honum vissulega með fögnuði þegar hann kom til þess starfa. En Sig- urpáll átti síðar meginþátt í því að Jón bróðir minn var gerður hús- vörður í hinni nýju og glæsilegu há- skólabyggingu Odda þegar hann brá búi sínu og fluttist til höfuðstað- arins. Þarna ríktu þeir síðan hvor í sínum kastala, hinir fornu vinir og félagar úr húsasmíðinni fyrir norð- an, uns þeir létu af sínum embætt- um fyrir aldurs sakir. Sigurpáll Ísfjörð var hæglátur maður í framgöngu, gáfaður og réttsýnn, notalegur og viðmótsþýð- ur. Sem húsvörður í Árnagarði var hann skyldurækinn og hvers manns hugljúfi, og þar kom hin frábæra verklagni hans að góðum notum. Á síðustu árunum í Árnagarði átti hann því miður við vanheilsu að stríða. Hann gekkst undir mikinn hjartauppskurð úti í Lundúnaborg og náði aldrei fullri heilsu eftir það. Með sjúkleikanum dofnaði lífsfjörið, og fundum fækkaði með honum og ýmsum gömlum vinum hans. En nokkru sambandi hélt hann alltaf við bróður minn og mágkonu, Jón og Gerði, sem senda honum að skilnaði hlýjar kveðjur og þakkir fyrir vináttu og samvinnu á langri vegferð. Álengdar vissum við tveir jafnan hvor af öðrum, og í hvert skipti sem fundum bar saman vermdist ég innan brjósts af hinu hlýja handtaki hans. Nú sendum við hjónin ástvinum hans innilegar samúðarkveðjur við fráfall hins góða samferðamanns, föður og afa. Jónas Kristjánsson, Valgerður Brynjólfsdóttir. Sigurpáll svili minn og vinur er allur. Ríflega 40 ára samferð er lok- ið. Við hittumst fyrst á fallegum sumardegi, þegar við Ingibjörg mágkona hans, síðar konan mín, fórum í stutta heimsókn með tengdaforeldra okkar Palla til Húsavíkur. Palli var að koma úr vinnunni, Hulda með barnahópinn í kringum sig að útbúa veisluborð fyrir gestina, heimilið vel búið og notalegt. Palli var kominn í spari- fötin eftir stutta stund. Hann var strax tilbúinn með stríðni í garð okkar unga parsins þetta fyrsta kvöld, sem við hittumst. Kynni okkar urðu síðan nánari nokkrum árum síðar, þegar við Ingibjörg dvöldum sumarlangt á Húsavík. Einhvern veginn skynjaði ég þá, hversu góða nærveru þau höfðu, Palli og Hulda. Bæði fé- lagslynd, auk þess að vera hörku- dugleg og vandvirk. Samt voru þau töluvert ólík í háttum, Hulda glað- vær og talandi, en Palli frekar fá- máll, en notalegur eigi að síður. Enda var oft gott að þegja með Palla, alveg óþarfi að vera símas- andi. Þetta sumar kenndi Palli mér að njóta stangveiða, dró mig hálfpart- inn fram í Aðaldal til laxveiða. Hann var snjall veiðimaður og naut þess ríkulega að vera úti í náttúrunni við fallega á eða fallegan læk og henda agni fyrir silung og lax. Ég átti eftir að læra mörg fleiri handbrögð af Palla. Hann var lærður klæðskeri og múrari, auk þess að vera góður smiður, það lék allt í höndunum á honum. Með sínu rólega fasi og fáu orðum var honum það leikur að miðla öðrum af kunnáttu sinni. Palli hafði unun af ferðalögum, enda átti hann alltaf góða bíla. Okk- ar sameiginlegu ferðalög lágu víða, allt frá Hljóðaklettum og Hólma- tungum til Svíþjóðar, Danmerkur og Þýskalands. Hann hafði alltaf vakandi auga fyrir því sem hann sá í umhverfinu og náttúrunni, gerði skissur og festi síðan myndina á striga. Þannig var fagurkerinn Sig- urpáll. Hann málaði myndir af því sem hann sá. Þau hjón fluttu suður í Kópavog um 1970. Þá urðum við nágrannar og áfram nutum við Ingibjörg góðs af nábýlinu. Elstu synirnir tveir höfðu þá stofnað fjölskyldur og urðu eftir á Húsavík en við fylgd- umst með fjórum yngri systkinun- um vaxa úr grasi. Nokkrum árum eftir að suður var komið urðu tvö stór áföll í lífinu Sig- urpáli þungbær. Það fyrra var þeg- ar hann rúmlega fimmtugur fékk kransæðastíflu, en það hefti veru- lega vinnuþrek hans. Hitt áfallið var þegar hann rúmlega sextugur missti Huldu konu sína. Eftir það var Palli vinur minn svipur hjá sjón. Hann naut þó barna- og barna- barnalánsins, og gleymdi því aldrei að hann var höfðingi. Nú kveð ég þennan vin minn. Lögmálum náttúrunnar verðum við að lúta. Ég tel mig betri mann að hafa notið vináttu Sigurpáls og lifað hans samtíma. Fjölskyldu hans sendum við Ingi- björg samúðarkveðjur. Atli Dagbjartsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.