Morgunblaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 45 SAMBÍÓ KEFLAVÍK SAMBÍÓ AKUREYRISAMBÍÓ KRINGLUNNI  S.V / MBL  m.m.j / KVIKMYNDIR.COM kvikmyndir.is V.J.V. / topp5.is  S.V. / Mbl. FRÁ ÓSKARSVERÐLAUNA LEIKSTJÓRANUM PETER JACKSON DOMINO kl. 8 - 10.50 B.i. 16 CHRONICLES OF NARNIA kl. 5 - 8 - 10.30 KING KONG kl. 9 B.i. 12 JUST LIKE HEAVE kl. 6 HARRY POTTER OG ELDBIKARINN kl. 6 B.i. 10 CHRONICLES OF NARNIA kl. 7.45 THE SAW 2 kl. 10.30 B.i. 12 ára. JUST LIKE HEAVEN kl. 8 B.i. 14 ára. GREEN STREET HOOLIGANS kl. 10 B.i. 16 ára. RUMOR HAS IT kl. 6 - 8 -10,30 CHRONICLES OF NARNIA kl. 5 - 8 King Kong kl.10 B.i. 12 ára Byggð á sönnum orðrómi. E.P.Ó. / kvikmyndir.com   A.B. / Blaðið ÚTSALA 38 ÞREP Laugavegi 49 / sími 561 5813 Nú bjóðum við til janúarveislu á Kan- arí á frábærum kjörum. Við bjóðum stökktu tilboð á ótrúlegu verði. Einnig höfum við fengið 15 viðbótaríbúðir á Jardin Atlantico, einum vinsælasta gististað okkar á Kanarí, sem við bjóðum á frábæru sértilboði 24. jan- úar. Bókaðu strax og tryggðu þér sæti á stökktu tilboði eða bókaðu íbúð á Jardin Atlantico á frábæru tilboðsverði. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Kanaríveisla 17. og 24. janúar frá kr. 29.990 Munið Mastercard ferðaávísunina Síðustu sætin Verð frá kr. 29.990 Stökktu Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku, stökktu tilboð 17. og 24. jan- úar. Innifalið flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Aukavika kr. 10.000 á mann. Verð frá kr. 49.990 Jardin Atlantico Netverð á mann, m.v. 2-3 í íbúð á Jardin Atl- antico í viku, 24. janúar. Innifalið flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Aukavika kr. 10.000 á mann. Verð frá kr. 39.990 Stökktu Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/íbúð/stúdíó í viku, stökktu tilboð 17. og 24. janúar. Innifalið flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Aukavika kr. 10.000 á mann. - AUKAFLUG - VIÐBÓTARGISTING ÍSLENSKA kvikmyndafram- leiðslufyrirtækið Zik Zak hefur náð samningum við danska aðila um að gerast meðframleiðandi að nýjustu kvikmynd leikstjórans Lars von Trier, en myndin heitir Direktøren for det hele, sem gæti verið útlagt Yfirmaður alls. Skúli Malmquist, annar eigenda Zik Zak, segir að útrás íslenskra fyrirtækja komi töluvert við sögu í myndinni, sem er tekin í svoköll- uðum dogma-stíl. „Myndin gerist í dönsku fyr- irtæki sem hugsanlega er verið að fara að taka yfir, og það eru ís- lenskir aðilar sem koma sterklega til greina sem kaupendur,“ segir Skúli og bætir því við að tvö stór íslensk hlutverk séu í myndinni. „Það stefnir í að Benedikt Erl- ingsson leiki annað hlutverkið og svo er verið að velja á milli nokk- urra leikara fyrir hitt hlutverkið. Benedikt mun leika túlk stórkaup- mannsins frá Íslandi,“ segir Skúli. Með aðalhlutverkið í myndinni fer danski leikarinn Jens Albinus sem er hvað þekktastur hér á landi fyrir hlutverk sitt sem Hall- grímur Örn Hallgrímsson í þátt- unum Örninn. Zik Zak hefur verið í samstarfi við dönsku kvikmyndafyrirtækin Nimbus og Zentropa sem leituðu til Zik Zak eftir frekara samstarfi. „Þeir nefndu hvort við hefðum áhuga á að skoða þetta og við sögðum auðvitað já,“ segir Skúli. Tökur á myndinni hefjast í lok febrúar, en ekki hefur verið ákveðið hvenær hún verður frum- sýnd. Lars von Trier er einhver virt- asti kvikmyndaleikstjóri á Norð- urlöndum og hefur hann gert kvikmyndir á borð við Breaking the Waves, Idioterne og Dancer in the Dark, en Björk Guðmunds- dóttir lék aðalhlutverkið í þeirri síðastnefndu. Kvikmyndir | Leikstjórinn Lars von Trier skoðar útrás ís- lenskra fyrirtækja í Danmörku í væntanlegri mynd Yfirmaður alls Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is Jens Albinus, sem þekktur er í hlut- verki rannsóknarlögreglumannsins Hallgríms Arnar, leikur aðal- hlutverkið í myndinni. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Væntanleg mynd Lars von Trier fjallar um íslenska útrás í Danaveldi. Kvikmyndaleikarinn JamieFoxx, sem hlaut Óskars- verðlaun í fyrra fyrir túlkun sína á tónlistarmanninum Ray Charles, gaf þúsund dollara í reiðufé eftir að hafa setið að kampavínssumbli með félögum sínum á barnum Teddy’s í Los Angeles. Það er svo sem ekki í frásögur færandi nema þá vegna þess að Foxx borgaði í eins dollara seðlum og taldi þús- und seðla hægt og rólega upp úr hliðartösku sinni. Þessu heldur bandaríska dagblaðið New York Post fram. Þetta mun ekki fyrsta sinni sem Foxx bregður á leik með reiðufé því hann er sagður hafa hent stórri peningaseðlarúllu fram af svölum í næturklúbbi einum í Las Vegas fyrir tveimur vikum. Við- staddir urðu víst mjög æstir yfir peningagjöfinni þar til þeir áttuðu sig á því að hver seðill væri aðeins einn dollari. Fólk folk@mbl.is Breski rithöfundurinn J.K.Rowling segir í viðtali sem birt var í gær að dauði móður hennar hafi leitt til þess að Rowl- ing ákvað að Harry Potter skyldi missa foreldra sína. Móðir Rowl- ing, Anne, lést árið 1990, 45 ára, eftir að hafa barist við MS-sjúkdóminn í áratug. Rowling segir í viðtalinu sem birtist í tíma- ritinu Tatler að sér hafi þótt einna verst að móðir sín skyldi aldrei vita af því að hún væri að skrifa bækur. „Ég var að skrifa um Harry Potter þegar hún dó, en ég hafði aldrei sagt henni frá því … Það líð- ur varla sá dagur að ég hugsi ekki um hana. Það er svo margt sem mig myndi langa til að segja henni, svo ótrúlega margt,“ segir Rowl- ing. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.