Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1941, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.11.1941, Blaðsíða 4
52 SKINFAXI öðrum höfðingjum á íslandi, nieðan hann var enn á lífi sjálfur. Hitt væru þó engin öfugmæli, þótt svo væri að orði kornizt, að skarpur brandur hefði einnig „fengið honum lanida“, engu síður en Agli sjálfum. Enginn ís- lendingur hefir raun- ar, hvorki fyrr tné síðar, helgað sér við- ari lönd en einmitt Snorri, né numið þau varanlegar og betur. En sá skarpi brand- ur, er hann bar að þeirri liildi, var penni hans eða tunga. Hvassara eða betra vopn liefir sjaldan verið fengið í hendur nokkrum manni. III. Hér er livorki rúm, tími né geta fyrir hendi til þess að lýsa ritverkum eða höf- undareinkennum Snorra Sturlusonar til hlítar. Þess ætti heldur naumast áð gerast þörf, svo kunn og hjartfólgin sem þau mættu vera hverjum íslendingi. Snorri var höfuðskörungur sinna tíma —- og þó raunar bæði fyrr og síðar — sem skáld og sagnaritari. Öll ritverk hans eru á takmörk- -um vísinda og listar, eins og snjallasti norrænufræð- ingur og ritskýrandi islenzk'ur, sem, nú er uppi, Sigurð- ur prófessor Nordal, bendir svo rækilega á i hinu ágæta ii'iti sinu um Snorra — og má vart á milli sjá, hvor þar hafi befur, vísindamaðurinn eða skáldið. Þrotlaus þjóð- fræðilegur fróðleikur, glögg yfirsýn efnisins, varfærni Séð fram úr Snorragöngum í átt til laugarinnar.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.