Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1941, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.11.1941, Blaðsíða 35
SIÍINFAXI 83 9. Keppzt við að kasta sem lengst í hverju kasti. 10. Tekið á öllum kröftum í hverju kasti. Varastu að gera íþróttir þínar að erfiði. Þær eiga að vera leikur, sem skapar hvíld og afþreyingu eftir erfiði og vafst- ur dagsins. Leiktu þér, en athugaðu tilgang hverrar hreyf- ingar, svo að æfingin skapi þér leikni og afrek, fegurð og ánægju. Eiríkur J. Eiríksson: Eiríkur Magnússon. „Vinur þinn er dáinn.“ Maðurinn, sem bar mér andlátsfregnina, mundi hvorki nafn né heimilis- fang. Það gerði raunar ekk- ert til. Eg vissi um baráttu eins míns hezta vinar við dauðann. Hún hafði staðið yfir á annan áratug og ver- ið hörð, þvi að ekki var þar að ráðizt, sem minnst var um varnir: þrek líkam- ans að vísu ekki frábært, en andinn ovenju þróttmik- ill. Árum saman hafði mátl sjá skugga hvíla yfir hin- um bjarta manni. En eg trúði á varanleik hans hjörtu veru, að við, sem þekktum hann, myndum njóta hans enn um hríð. Sú trú var aðeins ósk, eg vissi, að við dauða hans yrði kald- ara og minna um kærleika. Eg varð þvi að fara á afvikinn stað, er hin óljósa fregn harst mér, og vera þar einn með söknuð minn. Nú var sá viður fallinn, er veitt hafði skjól og eg hafði vænzt, að enn sem fyrr þreytti með mér för um ,,bylgjur lífs einum hug mót örlaga straumi." 6*

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.