Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1941, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.11.1941, Blaðsíða 21
SKINFAXI 69 Nú á dögum safna blöð og tímarit flestu þvi markverð- asta, sem gerist, í hverjum krók og kima á landinu, og birta það jafnóðum almenningi. Þó er stundum elcki nema um yfir- borðs frásagnir að ræða. Allur fróðleikur, sem þannig kemst á pappírinn, er geynulur i bókasöfnum. Það, sem ekki kemst þangað, gengur i súginn og glatast að öllu, er tímar liða. Nú þarf enginn að festa sér viðburðina i minni, né tildrög þeirra, og segja uppvaxandi kynslóð frá þeim, á sama hátt og til forna, enda eru menn yfirleilt búnir að gleyma því i dag, sem gerðist í gær, nema þá atburðum, sem eru sér- staklega athyglisverðir. Hið yngra er oft fljótt að breiða yf- ir hið eldra og hylja það. Enn gerist ýmislegt sögulegt í strjálbýlum sem þéttbyggð- um sveitum, ekki síður en í gamla daga. Menn kæra sig ekki um að trúa blöðunum fyrir þvi öllu, og á heldur ckk- ert erindi í þau. Sumt er þannig lagað, að enga varðar um það, nema sveitafólkið sjálft, en vel mætli samt halda því til haga og geyma nýrri kynslóð lit skemmtunar og fróð- leiks. Oft þykir lítið koma til smáatvika og sumra viðburða, meðan þeir eru að gerast; gætu þeir samt orðið góðar heim- ildir fyrir menningarsögu héraðsins og lil samanburðar við það, sem síðar gerist. Rétt væri að skrá sögu hverrar jarð- ar, og segja frá ábúendum og áhöfn svo langt aftur í tíma, sem menn rekur minni til, eða geta fengið sanna vitneskju um. Núverandi ábúendur ættu síðan að halda áfram sliku ritstarfi, með því að halda dagbók eða annál yfir ýmsa við- burði, sem gerast, og skýra frá breytingum, sem kunna að verða á búskapnum og á jörðinni. Nú er að vísu lagt niður að rita annála og árbækur, með sama sniði og áður var. Vel mætti þó taka upp aftur þenna sið. En undirstaða slikra rita eru dagbæluir, sem lýsa því, er gerist á hverjum degi. Ótal margir atburðir kæmu til greina, sem skráðir yrðu í árbók sveitarinnar. Meðal annars yrði sagt frá tíðarfari árið um kring, grasvexti, nýtingu, skepnuhöldum, verðlagi, félagsmálum og samtökum, siðum og venjum, fæðingum og dauðsföllum, deilumálum, æviatriðum einstakra manna o. m. fl. Þegar búið væri að fullgera eitt bindi, t. d. eftir 10 ár, eða skemmri tíma, skyldi það geymt í handritasafni ríkisins, en ekkert birt úr þvi opinberlega fyrr en eftir 00 ár, nema ef nauðsyn krefði að upplýsa einstök mál, eða skera úr þrætum. Nú á dögum eru alvarlegri tímamót i menningu íslend- inga en nokkru sinni hafa áður komið fyrir i sögunni. At- burðirnir gerast svo óðfluga, kringum okkur, að varla fær

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.