Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1941, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.11.1941, Blaðsíða 26
74 SKINFAXI þroskabraut þess gegnum aldirnar. Það hafa óvinir menning- arinnar á öllum tímum einnig vitað og því tekið það í sína þjónustu. Mér liefir þótt það hlýða, á degi þessum, að ræða um íjjróttir frekar en önnur efni. Þó er að því að gæta, að í orð- inu i-þ-r-ó-t-t felst svo margt og mikið, að segja má, að rúmi allar greinar mannlegrar viðleitni til aukins ]>roska, andlega og likamlega. Hvert starf, sem unnið er af alúð og trúmennsku, verður íþrótt, og kannske er engin íþrótt feg- urri en íþrótt starfsins. Bóndinn við orfið, sjómaðurinn við stjórnvölinn, verkamaðurinn með hakann og skófluna, af- greiðslumaðurinn við búðarborðið, — allir, sem rækja sitl starf og leggja i það ást sína, heiður og orku, eru íþróttamenn, þó að þeir komi aldrei á kappvöllinn, þar sem lárviðarsveig- um og heiðurspeningum er opinberlega úthlutað til sigur- vegaranna. — — Íþróttamaður íslands, þú, sem þreytir á kappvellinum, og þú, sem ])reytir íþrótl starfsins í eigin reit, — heill fylgi þér í hverjum leik, sem af drengskap er háður. Á þínum herðum hvilir nú sem fyr vclferð og vegur fósturjarðarinn- ar, því að ])ú erl hennar hermaður i sókn og vörn. Minnst þú þess hvern dag og hverja stund, að hafa rétt við, svo að skjöldurinn haldist hreinn, svo að merkið, sem þú ber, verði þér ekki til minnkunar, heldur vitni stöðugt með þér, því að þá mun hver hindrun, sem mætir þér, snúa aftur. Þetta eru ekki orð út í bláinn töluð, heldur er óhætt að taka þau bókstaflega. Við böfum söguna sjálfa því til sönn- unar. Flettum henni upp og skyggnumst litla stund í opn- ur hennar. Þar blasir við okkur á vixl viðreisn og hrun, sól- arljómi og nætursorti. Það stafar mikilli birtu af orðum Kolskeggs, er hann segir: ,,Skal ek hvatki á þessu níðast né öðru því, er mér er til trúat.“ Slík orð, mælt af heilum hug, ættu að vera einkunnarorð hvers íslendings, livaða íþrótt, sem hann stundar. Þá þyrfti Island vart að kvíða komandi dög- um. Slíkur maður sem Kolskeggur, er heldur vildi yfirgefa frændur og fósturjörð en brjóta gildandi leikreglur á þeim kappvelli, sem hann háði á sína lífs-íþrótt, — slíkur mað- ur, segi ég, þyrfti hver sonur og dóttir íslands að vera, ]>ví að það er að vera þetta, sem forfeður okkar nefndu drengur góður. — Minnumst og Ara prests, sem sagði, að hvað sem missagt kynni að vera í fræðum sínum, væri skylt að hafa það held-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.