Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1941, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.11.1941, Blaðsíða 13
SKINFAXI 61 Alkunnugt er ljóð Jóhanris Sigurjónssonar, Heimþrá: Reikult er rótlaust þangið, rekst það um vi'ðan sjá, straumar og votir vindar velkja því til og frá. Fuglar flugu yfir hafið með fögnuði og vængjagný, — hurfu út í himinblámann hratt eins og vindlétt ský. Þangið sem horfði á hópinn, var hnípið allan þann dag. — Bylgjan, sem bar það uppi, var blóðug um sólarlag. För þangsins er um sjóinn, fuglsins um loftið. Fjöru- gróðurinn er að heiman, er úr tengslum við uppliaf sitt og hrekst fyrir sjó og stormi. Fuglinn er einnig að heiman, en er þó ekki úr tengslum við heimkynni sín. Hann er bundinn þeim hjartarótum sínum og hreyfing hans verður því heimleiðis. Þessi er gæfumunurinn. Rætur okkar við jarðveg upphafs okkar verða að styrkj- ast, að við verðum ekki úllagar, heldur Væringjar; för- um í víking, en ekki þrældóm, er við leggjum leið okkar um útlenda menningu og aðstæður. Ilér verður ekki fjölyrt um ógnarástand það, sem nú ríkir í heiminum. Við höfum orðið að gjalda þess grimmilega, Islendingar, og fyrr en varir getur þrengt enn meir fyrir dyrum. En liætlan er enn víðar en á liafi úli. Bölvun stríðsins er fjölþætt. Vitur maður hefir sagt, að þeir væru sorglega margir, sem féllu, en hinir fleiri, er yrðu minni menn á stríðstímum. Brim taum- lausra ástríðna og ómenningar skellur á strendur lands okkar og slítur burt gróðurinn unga og veikbyggða, og svo hrekst hann um hinn viða sjá stefnulaus. Hreyfingin er orðin mikil í þjóðlífinu, en rótleysið er bölið mesla. Hreyfingin er ekki til neinnar ákveðinnar

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.