Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1941, Blaðsíða 45

Skinfaxi - 01.11.1941, Blaðsíða 45
SKINFAXI 93 verið gefinn út, góðu heilli. Sr. Magnús Helgason þótti rita og kenna hleypidómalaust um Sturlungaöldina. Próf. Nordal legg- ur hér fram merkilegar athuganir, að við skiljum betur galdra- öldina, og er hann meiri sálarfræðingur en Þorvaldur Thorodd- sen, sem hefir einkum mótað skoðanir manna á þessu tíma- bili. Erindi þetta er „Haralds Níelssonar fyrirlestur II.“ Seg- ir svo i skipulagsskrá fyrir minningarsjóð Haralds próf. Niels- sonar, 5. gr.: „Af vöxtum ... sjóðsins ... skal eftir nánari ákvörðun háskólaráðs varið til þess, að l)jóða erlendum eða innlendum fræðimönnum að flytja eitt eða fleiri erindi við Háskólann og til útgáfu þeirra á þrenti. Skulu erindin gefin út á íslenzku jafnóðum og, ef ástæða þykir til, einnig á ein- hverju erlendu máli, og skal það ritsafn bera nafn Haralds Níelssonar." Fyrirlestur próf. Nordals á brýnt erindi fyrir sjónir útlendinga. Hann hefir enn sem fyrr valið sér verkefni, er okkur varðar ekki aðeins, heldur aðrar þjóðir einnig. Písl- arsaga síra Jóns og skýringar Nordals við hana hljóta að vekja áhuga sálarfræðinga og fleiri fræðimanna erlendis, og ekki aðeins á þessum ritum, lieldur hugsunarsögu og menn- ingar íslendinga á siðari öldum. En frægð Nordals og ís- lendinga yfirleitt er ekki utanrikismál fyrst og fremst. Bóka- söfn verða að eiga þetta rit. Einkum þurfa prestar og kenn- arar að kynna sér það vandlega og auðvitað um leið Píslar- söguna sjálfa, en hún mun nú mjög uppgengin. Yerð henn- ar er 8 kr. (fæst hjá Snæbirni Jónssyni), en þessa erindis kr. 2.50. E. J. E. Jónas Hallgrímsson: Ljóð og sögur. Jónas Jóns- son gaf út. Rvilc 1941. Bókaútgáfa Menningar- sjóðs. Rit þetta hefir ekki verið sent Skinfaxa, en óhjákvæmilegt er að vekja athygli á því. Fyrst er all-löng ritgjörð eftir út- gefandann, sem mun vera smekkmaður á ljóð og vel kunnugur íslenzkum kveðskap. Við bætist svo skyldleiki Fjölnismanna og brautryðjenda ungmennafélaganna, en þar gælti einna mest Jónasar Jónssonar, sem sá um Skinfaxa, er hataður var og elskaður líkt og F’jölnir forðum. Vegna þessa er ritgjörðin samin af samúð og skilningi á menningarlegri stöðu Jónasar Hallgrímssonar í þróun þjóðlífs okkar. Er innganginum lýk- ur, koma lcvæðin, flest öll. Skinfaxi sakn'ar „Skraddaraþanka um kaupmanninn“, sem raunar er vikið að í innganginum (bls. xvi). ,,Sögurnar“ eru vel valdar. Það er ánægjulegt að vita þessa bók koma á þúsundir íslenzkra heimila. Verst ef

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.