Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1941, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.11.1941, Blaðsíða 5
SKINFAXI 53 í meðferð heimilda, óhlutdrægni hans og sannleiksást, eru fj'rst og fremst eiginleikar vísindamannsins, en lióf- semi Snorra og kurteisi í lýsingum, frjálslyndi hans og stórhugur, óskeikul samræmiskennd og skipulagsgáfa sómir vel háðum, fræðaþulnum og listamanninum. Á hinn hóginn sver svipmótið allt á orðavali, frásagnar- Iiætti og stíl, dirfska hans og liugarflug, sig greinilegasl í ætt skáldsins. Höfuðrit Snorra Sturlusonar, Heimskringla, mun jafnan verða talið gagnmerkasta heimild um sögu Norð- manna frá elzlu tímum fram á tólftu öld ofanverða. Myndi frændum vorum Norðmönnum þykja ærið skarð fyrir skildi, el' öllum þeim fróðleik um sögu Noregs, er frá Snorra er runninn, væri burtu kippt. Og raunar stæði þar stórt skarð autt og gapandi eftir í heimshókmennt- unuin öllum. Annað höfuðrit Snorra, Snorra-Edda, er elzta og merkasta kennslubók i skáldskap á Norður- löndum og þótt miklu víðar væri leitað. En auk þess er Snorra-Edda ein hin langfremsta heimild um átrúnað forfeðra vorra í heiðni. Þau tvö rit, er nú voru nefnd, væru ærið nóg æfistarf til þess að hlaða Snorra „óbrotgjarnan lofköst í hragar túni“, enda hafa þau fyrir löngu skapað honum heims- frægð meðal bókmenntamanna. Er hann sennilega eini Islendingurinn, sem slíkt verður ýkjalaust sagt um, þeg- ar öll kurl hinna hláköldu staðreynda koma þar til graf- ar. Þó virðist hér enn ekki allt talið: Ýmsir góðir fræði- menn liafa leitt að því gild rök, að Snorri muni og vera höfundur Egils sögu Skallagrímssonar, einnar hinnar ágælustu allra Islendingasagna, þótt ekki geti þetta tal- izt fullsannað. I vísu einni um Eyjólf Brúnason, segir Snorri um Eyjólf, að „hann lifi sælstr und sólu, sannauðigra manna.“ Nú er það vitað um Eyjólf, að því er Ólafur hvíta-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.