Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1941, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.11.1941, Blaðsíða 18
66 SKINFAXI Æskan er liugsjón skáldsins og veruleiki samanofin. Ungu mennirnir, sem hlýtt hafa kalli timans, eru djarfir og skjótráðir og bera meira úr býtum en gömlu garp- arnir. En „Vorið engu einu gaf allar raddir sinar“, og sumt hefir farið forgörðum, sem áður var æðsti fjár- sjóður liðinna kynslóða. Þetla má maður manni segja og þjóð þjóð. Heðin Brú er gáfaður rithöfundur og glöggskyggn á söguefni silt, livort sem hann lýsir atburðum, eða fólk- inu í sinni margbreyttu fábreytni. Eg gef ekki mínum gamla vini það að sök, þó að heimurinn sé dálitið grárri l'yrir augum hans, heldur en hann var fyrir 15 árum, enda stendur nú það él yfir, að varla sér yfir þann vegg. Bólc þessi er að koma í þýðingu eftir Aðalstein Sig- mundsson kennara. Er hann einn þeirra örfáu manna, sem láta sig varða bókmenntir og menningu Færeyinga. Nýlega kom á prent í þýðingu iians önnur ágæt bók, eftir færeyska rithöfundinn Jörgen-Frantz Jacobsen: „Far veröld þinn veg.“ Heilbrig't líf heitir nýtt tímarit, er Rauði kross íslands gefur út. Fjallar það um heilbrigðismál á viðtækum grundvelli, er vandað að öllum frágangi og margar ágætar ritgerðir í heftum þeim, sem þegar eru komin. Ritstjóri er Gunnlaugur Claessen dr. med. Ritið kostar kr. 7.00 á ári. Telur Skinfaxi ástæðu til að henda á þetta rit.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.