Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1941, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.11.1941, Blaðsíða 23
SKINFAXI 71 mætti að orði komast — sem fáir þekkja og enn færri skilja. í heimalandi hvers einasta býlis á landinu er fjöldi náttúru- einstaklinga af þjóðþekkum tegundum, sem lifa saman í ríkj- um og félögum, og heyja baráttu fyrir lífinu eins og fólkið. Þar er fjöldi blómjurta, grasategunda, fugla, skordýra o. m. fl. Oft er litið svo á, að sumar þessar tegundir séu gagnslaus- ar og mönnum til ama og óþæginda. Þá er herjað á þær miskunnarlaust, sem væru þær óvinaþjóð, og reynt að út- rýma þeim með öllu móti. Stundum sjá menn þó eftir á, að þeir hafa gert sjálfum sér með því mikið tjón. Menn eru jafn-ófróðir um steina og bergtegundir og samsetning þeirra og verðmæti, enda þótt þeir séu alstaðar kringum híbýli manna, og fólkið gangi daglega á þeim. Hverl sem litið er, ber einhver fyrirbrigði náttúrunnar fyrir augu manna og eyru. Hver þúfa, laut, brekka og bali í heimalandi hverrar ábúðarjarðar á landinu, er heimili fjölda jurta og smádýrategunda, sem eiga þar lífsuppeldi, fæðast þar og deyja. Tegundir jiessar tala mál, 'sem fæstum mönn- um er gefið að skilja og skynja, eða leggja sig eftir að læra. Engum stæði þó nær en ábúanda á hverri jörð, að afla sér þekkingar á náttúrulífi i landareign sinni. Hann ætti að þekkja hverja einustu jurt, sem þar vex, eins vel og eyrnamörkin á sauðfé sínu. Og allar aðrar tegundir, lifandi og dauðar, smá- ar og stórar, í riki náttúrunnar, þær, er þar eiga heima. Þetta ætti að vera með því fyrsta, sem hver maður heimtaði af sjálfum sér, um leið og hann reisir bú á jörð. Aðstoðar sérfræðinga eða vísindamanna ætti ekki að þurfa með, til þess að ráða við þetta, að öðru leyti en því, hvað hægt er að slyðjast við hækur þeirra og ritgerðir. Hver meðalgreind- ur og athugull alþýðumaður getur sem bezt allnigað og rann- sakað náttúruna umhverfis sig, af eigin ramleik, með ein- földum lijálpargögnum. Nú á dögum standa menn betur að vígi að gefa sig við náttúrurannsókn, en nokkru sinni fyr. Ágælar bækur eru fyrir hendi að styðjast við, sem ekki voru til áður. Má þar nefna Islenzk dýr I—III, eftir Bjarna Sæmundsson, og Flóru íslands eftir Stefán Stefánsson. Þetta eru ágæt stuðningsrit fyrir alla, sem fást við náttúrurannsókn. Enn eru þó stór- ar eyður i alþýðlegar bókmenntir um náttúrufræði. Það vant- ar með öllu skordýrafræði, steinafræði, jarðlagafræði o. fl., á borð við áðurgreindar hækur. Ljósmyndavél, sjónauki (kík- ir) og smásjá (stækkunargler) eru nauðsynleg áhöld við at- hugun jurta og dýra. Þau ættu að vera til á hverju sveita-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.