Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1941, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.11.1941, Blaðsíða 28
76 SIÍINFAXI íþrótt, að gera öðriini það eitt, sem hann vill, að aðrir geri sér.------ Það er langt síðan, að mannkynið uppgötvaði gildi íjjrótt- anna. Það er svo langt, að saga þess er ekki þekkt lengra aftur í tímann. Hinar elztu menjar mannlegs vitsmunalífs á jörðinni eru tengdar við íþrótt, sennilega þá fyrslu, sem til varð, því það var íþróttin að afla sér viðurværis, veiðiíþróttin. Elzta og merkasta manningarþjóð Evrópu, Forn-Griklcir, gerði íþróttirnar og fegurð liins fullkomna líkama að trúar- hröðum sínum, og undir merki þeirra lögðu þeir undir sig lönd og álfur i andlegum skilningi. Enn þann dag í dag stend- ur mannkynið fullt lotningar frammi fyrir hinum ódauð- legu listaverkum þessarar þjóðar, ennþá liefur enginn skar- að fram úr henni í líkamsmennl og manngöfgi, ennþá er gríski íþróttamaðurinn fullkomnasta fyrirmynd þeirra, sem þjóna vilja guði með líkama sínum, eins og Páll postuli orð- ar það i einu af bréfum sínum til hinna kristnu safnaða. Hinir frjálsu forfeður okkar skildu einnig gildi íþróttanna, og þeir gerðu þær að almenningseign. Jafnvel hinir réttlitlu þrælar urðu þeirra aðnjótandi að nokkru, þeir lærðu sund, íþrótt íþróttanna, eins og það er oft nefnt og ekki að ástæðu- lausu, þar sem ótölulegur fjöldi fólks hefur bjargað hfi sinu frá bráðum bana. En forfeður okkqr lögðu einnig mikla rækt við orðsins íjjrótt. Árangurinn er öllum kunnur. Allur heimurinn þekkir afrek þeirra, þótt í einangrun og þögn væri unnin. Ef til vill eigum við þessum mönnum tilveru okkar að þakka. Hver þorir að ábyrgjast, að þjóðin hefði lifað af hörmungar sínar gegnum hinar myrku aldir, hefði hún ekki haft hinar kjark- miklu, göfugu bókmenntir til að hugga sig við og hughreysta? Hver þorir að ábyrgjast, að nú væri talað íslenzkt mál í þessu landi, hefðu hinir nafnlausu íþróttamenn orðsins ekki lifað? Nafnlausu, segi ég, því að svo hógværir unnu þeir afrek sin, að fæstir þeirra létu nafns síns getið. Það, sem við vit- um með vissu, er einungis það, að þeir voru íslendingar. En er það ekki nóg? Er ekki nóg að vita, að hlóð þeirra rennur í æðum okkar og að verk þeirra eru á meðal vor? Þökk og heiður sé iþróttamönnum íslands á sviði orðsins og fagurra lista. — — Ég þykist nú vita, að einhver áheyrenda minna hugsi sem svo, að ef farið sé inn á þá braút, að telja flest störf, sem

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.