Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1941, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.11.1941, Blaðsíða 29
SKINFAXI 77 unnin eru á jörðinni, til íþrótta, þá sé hæpið að álykta, að þær miði allar til góðs, eins og ég hefi þegar haldið fram, að þær gerðu. Nefnum til dæmis flugíþróttina, sem nu er notuð til manndrápa, hernaðaríþróttina yfir höfuð. Hefur ekki mannkynið snúið þar orku sinni og snilli gegn sjálfu sér, sér til fullkominnar tortímingar? Svar mitt er neitandi, og ég neita þeirri skoðun, sem víða hefur verið haldið á lofti í seinni tíð, að mannkynið sé að hverfa frá hinu háa takmarki um frið og hamingju á jörðu. Ég neita því einnig, að siðgæðisþroski þess sé í réniin og að afturhvarf til villi- mennskunnar sé yfirvofandi. Já, væri svo, þyrftum við að líkindum ekki að kvíða heimsstyrjöldum í framtíðinni, því að fyrir hverju ætli að berjast, þegar allir liefðu kastað trú sinni á þau verðmæti, sem siðmenningin hefur gert eftir- sóknarverð? Þáð væri þá helzt maturinn og makinn. En út af slíku risi aðeins nábúakritur, sem ekki kæmi nema fáum við i hvert skipti. Nei, heimsstyrjöldin er einmitt sönnun fyrir því, að mann- kynið þráir enn jafn ákaft og fyrr frið og hamingju og full- komnun. Það á enn hugsjónir, sem þvi eru meira virði en lífið. Þess vegna segi ég: Æðrumst ekki, þó að sprengjurn- ar falli, fyrst enn eru til þeir menn, sem taka lamb fátæka mannsins og matbúa það fyrir þann rika. Og hörmum það ekki, þó að uppreisnir séu gerðar, meðan hásæti valdaræn- ingjans hefur enn ekki verið jafnað við jörðu. Það er ekki að neita því, að óendanlega mikil verðmæti glatast, þegar styrjöld er hóð, mikið blóð rennur í sandinn og mörg tár falla. Samt sem áður her ekki að örvænta. Mann- kynið sækir fram og berst af því að leiðin er órudd, og i fálmi sínu eftir hnossinu leggur það stöðugl hindranir fyrir sjólft sig i götuna, hindranir, sem það verður siðan að brjóta niður með ofurerfiði og fórnum. Það skrikar aftur á bak í brattanum, sem það sækir á, en ekki um heilt skref. Það stígur fram og skrikar aðeins hálft skrefið til baka. Og áfram miðar því hægt og hægt upp á tindinn, því að vilji j)ess er eilífur og þráin til hins fullkomna er borin því í hrjóst.- Ég hef, með þessum orðum, sem ef lil vill kunna að hneyksla einhvern, reynt að röðstyðja þá skoðun mína, að bak við allt, jafnvel hinn hræðilegasta hildarleik, vaki svéfn- laus von og þrá manneskjunnar eftir frelsi, fegurð og þroska, — éftir þeirri fullkomnun, serri gerir manninn guði líkan.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.