Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1941, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.11.1941, Blaðsíða 8
56 SKINFAXI einnig jarðgöng þessi. En göngunum liallar einmilt tals- vert niður á við i áttina til laugarinnar, svo að orðalag sögunnar á hér vel við. Göngin eru víðast lilaðin úr grjóti, en sumstaðar ldöppuð i móhellu, eftir að komið er inn í sjálfan hólinn úr öskuliaugnum forna. Er hleðsl- an enn sæmilega stæðileg og virðist hafa verið vel gerð upphaflega. En þröng eru göngin nokkuð, enda munu þau liafa verið þakin með hellum, og hefir það liygg- ingarlag takmarkað mjög breidd þeirra. Hafa hellurn- ar síðar verið færðar hurtu, svo að fátt eitt fannst nú eftir af þeim í göngunum. En þegar svo var komið, liafa göngin óðar fyllzt og orpizt moldu og ösku, svo að djúpt varð niður á þau, er stundir liðu fram,, unz þau týndust loks með öllu. — í stétt þeirri, er hér var fyrir dyrum úti á „gamla bænum“, er mér sagt, að verið hafi liellur miklar og Iíkar þeim, er fundust í vor i botni gangsins. En slíkt grjót mun hvergi að finna hér í landareigninni og varla nær en frammi í Húsafelli. Ilafa menn Snorra því að líkindum þurft talsvert á sig að leggja um að- drætti til byggingarinnar. — Sjálfsagt hefðu steinar þessir margt fróðlegt að segja um vinnubrögð og ann- án æfiferil þeirra tíma manna, ef þeir mættu mæla. Ef lil vill liafa göng jiessi legið inn í kjallarann, þar sem Snorri var veginn, og ekki virðist það vonlaust með öllu, að kjallarinn finnist hér undir jörðu, ef til væri grafið. Annað mannvirki mun einnig hafa fund- izl hér, er grafið var lyrir fjósbyggingu þeirri, er enn stendur í Reykholti, en því var þá ekki gefimi sá gaurn- ur, er skyldi. Mannvirki þelta er pípulögn allsérkennileg úi' holuðu hverágrjóti. Liggur hún einnig í átl til laugar- innar og bæjarhúsanna, sennilega frá Skriflu, en þaðan er, svo sem kunnugt er, heita vatnið leilt í Snorralaug eftir steinræsi æfafornu, sem flestir fræðimenn telja frá dögurn Snorra. Er ræsi þetla svo vel gerl og stæði- legt, að það er enn notað til þess að flytja vatn frá Skriflu, ekki aðeins i Snorralaug, heldur einnig í skóla-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.