Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1941, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.11.1941, Blaðsíða 36
84 SKINFAXI Ég kynntist Eiríki Magnússyni fyrst um vor í glöðum hópi æskumánna. Við, nokkrir nemendur 5. bekkjar Menntaskól- ans i Reykjavík, tókum þátt i ferðalagi með nemöndum úr Menntaskóla Norðurlands. Einn þeirra vakti þegar athygli mína. Hann sýndist i fyrstu ekki fríður, enda lagði hann aldrei rækt við að gylla umgjörð síns innra manns. En þeg- ar, við aukin kynni, kom myndin sjálf i ljós, svo fögur og góð, að hirtu lagði af henni á umgjörðina, hina ytri ásýnd Eiríks. Einkum var í frásögur færð ritleikni Eiríks, og til sannindamerkis, að Sigurður skólameistari hafði mætur á honum. Vona eg, að það álit hins sálskyggna uppalanda hafi haldizt. í ferð þessari mun Eiríkur hafa gefið fleiru gætur en við hin, og hæstu tindana kleif hann og varð þannig við- sýnastur okkar allra. Eg átti, eins og margir fleiri, i nokkurri baráttu, hverjar dyr skyldi velja, er eg kom í anddyri Iláskólans. Annars- vegar var aðdáun mín á Iíristi og barnatrú, hinsvegar rót- gróin ást á jjjóðlegum fræðum, gróðurselt þegar í bernsku. Eirikur Magnússon hafði farið í Guðfræðideildina. Þrátt fyrir lítil kynni á feðalagi, var virðing mín svo mikil fyrir hon- um, að stefna lians á þessum þýðingarmiklu vegamótum réð meiru um mitt val en eg vildi viðurkenna fyrir sjálf- um mér. Og enn mundi eg velja hans leið, væri eg í mikl- um vafa og hans nyti enn við. í Guðfræðideild hófust veruleg kynni okkar. Nám Eiríks varð talsvert í molum. Hann varð að sinna kennslustörfum sér til viðurværis. Félagsáhugi hans var og mikill. Eg veit ekki hetur en að hann hafi verið upphafsmaður Félags rót- tækra stúdenta. Að sjálfsögðu naut hann við það stuðnings stúdenta úr flokki hinna frjálslyndari. Má i því sambandi nefna núverandi sýslumann Áriiesinga, Pál Hallgrímsson. Voru þeir vinir og átti Eiríkur yfirleitt sér að kunningjum hina tilkomumeiri skólabræður sína. Gætti þess alltaf um hann, að fund hans sóttu hinir betri menn. Varð vart komið á heim- ili hans, eftir að hann kvongaðist sinni ágætu konu, Sig- ríði Þorgrímsdóttur, að ekki væru þar góðir gestir fyrir. Á fundi guðfræðinema var rætl um kirkjusókn. Eiríkur hafði framsögu. Hún var snjöll, en sundurlaus nokkuð, mest gætti spyrjandi efa. Gestur fundarins, einn Reykjavíkurprest- anna, talaði. Hann ræddi um hve menn væru liér á landi hirðulausir um ýmislegt hið ytra, guðsdýrkuninni viðkom- andi. Ekki væri vandað til kirkjuhúsanna, bekkir óþægileg- ir, og svo væru prestarnir miður snyrtilegir en vera bæri.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.