Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1941, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.11.1941, Blaðsíða 25
SKINFAXI 73 Fyrir liðlega mannsaldri síðan ]5Ótti óviðeigandi að alþýðu- konur lærðu erlend tungumál og tefðu sig frá vinnu með því að hnýsast í bækur. Nú virðist sú skoðun algeng, að það sé fyrir utan verkahring kvenna að fást við náttúrurannsóknir. Vitanlega eiga þær engu síður athugunargáfu til þeirra hluta en karlmenn. Stendur ekki á öðru en vekja hana til starfa. Erlendis hafa sumar konur orðið nafnfrægar fyrir náttúru- rannsóknir. Einnig hefur oft konum verið að þakka, að karl- menn hafa orðið frægir náttúruvísindamenn. Stúlkur á sveita- heimilum ættu, ekki siður en drengir, að taka upp þá ný- breytni, að athuga nákvæmlega, eða eftir föngum, allar teg- undir af jurtum, dýrum og bergtegundum, sem finnast kring- um bæi þeirra og í heimahögum. Skyldi taka fyrir einn flokk í senn og rannsaka hann lil hlítar, og svo hvern af öðrum. Færa síðan dagbækur yfir allar rannsóknirnar, á sama hátt og þegar sögulegir viðburðir eru ritaðir niður jafnóðum og ]>eir gerast. Jarðarábúandi ætti að leggja til bækur og áhöld, sem áður eru nefnd, en dagbækurnar, með árangri rannsókn- anna, yrðu síðan eign ábýlisjarðarinnar. Ættu þær að ganga lil næsta ábúanda, sem léti halda rannsóknum áfram. íslendingum hefur jafnan verið talið það til gildis, að allir kynnu þeir að lesa og skrifa. hetta er þó ekki nema hálfur sannleikur, meðan fólkið er að mestu ólesandi á það, sem skráð er í hina miklu bók náttúrunnar, er opnast fyrir utan bæjardyr á heimili hvers manns á landinu. Guðmundur Daníelsson frá Guttormshaga: Ertu íþróttamaður? (Ræða). Ég liefi oft rekið mig á það, að ýmsir líta á íþróttir sem lítl nauðsynlegan leik, er ekki sami fullorðnu fólki, en sé frekar afsakanlegur unglingum og hörnum. Það er hægt að fyrigefa þeim, sem slíkan dóm fella yfir íþróttunum, af þvi að þeir vita ekki hvað þeir gera, — annars væri það ófyrir- gefanlegt. Hér, eins og viðast annars staðar, reka menn sig á, að það er þekkingarleysið, sem er höfuðsyndin. Þekkingarleysið hefir líka alltaf verið versti andstæðingur mannkynsins á

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.