Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1941, Blaðsíða 43

Skinfaxi - 01.11.1941, Blaðsíða 43
SIvINFAXI 91 íþróttakennarar U.M.F.f. Sjö íþróttakennarar eru í þjónustu sambandsins í vetur, en í fyrra voru þeir fjórir. Áhugi Umf. á þróttum er nú mjög mikill og vaxandi. 'Þessir eru íþróttakennararnir: 1. Davið SigurSsson, Hvammstanga, kennir i NorSur-Þing- eyjarsýslu. 2. Helgi Sveinsson, Siglufirði, kennir á EskifirSi og þar í grennd. 3. Hjálmar Tómasson, Auðsholli í Biskupstungum, kennir í llöfn i HornafirSi og á VestfjörSum. 4. Jón Bjarnason, Hlemmiskeiði, kennir á Eyrarbakka og Stokkseyri. 5. Jón Þórisson, Reykholti, kennir á Snæfellsnesi og viS EyjafjörS. 6. Matthías Jónsson, KollafjarSarnesi, kennir í Dalasýslu og við BreiðafjörS norðanverSan. 7. Óskar Ágústsson, SauSholti, kennir i BorgarfirSi og í Rangárvallasýslu. Allir þessir ungu menn hafa lokið kennaraprófi í íþrótta- skóla Björns Jakobssonar að Laugarvatni. Hafa sumir þeirra starfað áður i þjónustu sambandsins og reynzt mjög dugandi kennarar, og hefir þó aðstaða þeirra verið harla misjöfn. — Kennslutíminn verSur mjög mismunandi, frá 2 vikum upp í 2—3 mánuSi á staS. Hér birtast myndir af öllum íþróttakennurunum, svo að menn geti séS, hvernig þessir þýðingarmiklu starfsmenn sam- bandsins líta út. Ræktunarstarfsemin. Tveir ungir og áhugasamir garðyrkjumenn, Bjarni F. Finn- bogason og Karl J. Eiriks, störfuðu í þjónustu U.M.F.l. s.l. sumar. Var starfssviðið að þessu sinni Borgarfjörður og Snæ- fellsnes. Heimsóttu ráðunautarnir þau Umf., sem óskuðu eftir því, leiðbeindu unglingum á heimilum þeirra um garðrælct og annan sjálfstæðan smábúskap, og fullorðnu fólki um rækt- un matjurta og trjáa og um skipulag og hirðingu skrúðgarða við heimili. D. Á.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.