Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1941, Blaðsíða 38

Skinfaxi - 01.11.1941, Blaðsíða 38
86 SKINFAXI ari. Sjálfur var Eiríkur af lífi og sál maður hinnar virku sam- úðar. Mannást hans var rík og hann vildi vinna af þeirri kennd. Hann vildi láta prestana vera stórstíga, þótt hempan þyldi ekki rösklegt göngulag, er ferðinni var heitið til þeirra, sem áttu bágt. Síðasta bandið við guðfræðina brast, er hann þóttist sjá, að hún gæti lítið annað en tryggt mönnum svefn- frið, hjalað aðeins um menningarmál og mannúðar, ekki graf- ið til róta þjóðfélagsmeinum, heldur aðeins fitlað við ein- slök „tilfelli" með guðsorð á vörum og eymdarkökk í kverk- um. „Skelfilega hefir maðurinn verið kominn afvega,“ munu einhverjir segja. Eiríkur sagðist vera kommúnisti. Hann gerð- isl kommúnisti af sömu ástæðu og hann fór frá Eiðum og úr Guðfræðideild Háskólans. Enn leitaði hann sannleikans og að leiðum til þcss að gera hann arðbæran þeim, sem jjurf- andi voru. Síðustu árin trúði hann því, að kommúnisminn væri trúrri kærleikshugsjóninni en kirkjan. Hér verður eng- in tilraun gerð til læss að hrekja lífsskoðun Eiríks Magnús- sonar. Ef til vill hefði hann vaxið frá henni, hefði lífið orðið lengra, en staðreyndir hefðu aðeins snúið honum og rödd samvizkunnar, en aldrei vandlætingarhróp og fyrirlitning manna. Ástæðan til stefnu hans var svo örugg: mannást hans. Svo mikil var hún, að er gengið var af fundi Eiríks, var ekki efst í huga rökhugsað stjórnmálakerfi og lífsskoðunar, held- ur hinn yndislega góðviijaði maður, ríkur af mannviti, þótt skeikað gæti honum þar, eins og öllum mönnum, en ríkastur af kærleika, óskeikull i að vilja vel. Er Eiríkur hvarf frá guðfræðinánli, gerðist hann barna- kennari. Unglingakennsla hefði betur hentað gáfum hans og hefðu æskumenn áreiðanlega grætt á að kynnast honum. En líklega hefði aldrei getað komið til slíks, eins og þjóðmála- skoðunum hans var háttað. l>ær einangruðu hann frá áhrifa- mönnum á sviði skólamála. Barnakennslan var og heilsu hans ofvaxin. En mannást hans naut sín þar, hin vökula viðleitni að hjálpa þeim, sem lítils voru megnugir, og skilja sálarlíf smælingjans og kjör. Hann var gæddur læknisgáfu eins og föðurbróðir hans, Guðmundur prófessor Magnússon. Eiríkur vildi mennta nemendur sína alhliða, stofnaði barna- deild ú grundvelli ungmennafélaga, til ])ess að kenna þeim að vinna saman og þjóna heildinni. Þessi viðleitni tók sinn tíma og við bætlist einstök vandvirkni við kennsluna. Fáir kennarar munu heimta jafnmikla undirbúningsvinnu af sér og Eiríkur gerði. Störfin urðu og heilsunni um megn. Lipur og góður húsbóndi hans og frábær vinur í skólanefnd lögðu

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.