Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1941, Blaðsíða 40

Skinfaxi - 01.11.1941, Blaðsíða 40
88 SKINFAXI (lreng. Iin Eiríkur skapar mér enn áfangastað, þótt hann sé dáinn. Ég minnist hans og ég eygi betur hið mikla mark; leiSin heim, í andlegum skilningi, styttist. Áhrif hans á mig, og svo hygg ég aS margir muni mæla, eru svo djúp, aS miss- ir hans verSur mér ávinningur. Þau laSa mig i suSurátt og sólar, til meiri sannleiksþjónustu og kærleika, til Krists. Þar vil eg vita vin minn. Félagsmál. Rangur málflutningur. Presturinn í Hruna, sem færi skynsamlega aS ráSi sínu, reyndi hann aS fylla sæti sira Kjartans Helgasonar, virSist hafa gleymt þeirri köllun sinni, er hann skrifaSi i sumar grein í MorgunblaSiS, sem sætt hefir mótmælum, og i eru ó- sannindi um ungmennafélögin. Er því haldiS fram, aS þau séu áróðurstæki Framsóknarflokksins. Lesendur Skinfaxa minnast væntanlega ritdeilu Aðalsteins Sigmundssonar og for- manns Framsóknarflokksins um félagsskapinn. Einn myndar- legasti ungmennafélaginn austanfjalls hefir annars svarað sr. Ragnari svo, að þess gerist ekki þörf hér. Ritstj. Skinfaxa vill ekki ráðast á skólabróður sinn með atyrðum þótt tilefni sé nokkurt. Hins vegar óskar hann þess, og mundi sr. Ragn- ari það fyrir beztu og stofnun þeirri, er hann vinnur við, að hann taki ummæli sín aftur með þvi að styðja ungmenna- félögin eins og margir góðir prestar gera viðs vegar um land. E. J. E. Iþrótta- og héraðsmót ungmennafélaga voru fleiri s.l. sumar en nokkurn tima liefir áður verið. íþróttakeppnin var alstaðar fjölbreytt og sýndi greinilegar framfarir frá fyrri mótum. Auk þess voru ræður flultar á mótunum og fleira gert til skemmtunar og fróðleiks. Mikið fjölmenni sótti mótin, og fóru þau yfirleitt ágætlega fram. Þessi voru helztu héraðsmótin: 1. Mót Ums. Norður-Þingeyinga í Áshyrgi 22. júní. Umf. Núpsveitunga vann mótið meS 10 stigum. 2. Mót Héraðssambandsins Skarphéðins i Haukadal 29. júni. 3. Mót Ums. Rorgarfjarðar að Þjóðólfsholli við Hvítá G. júlí. Umf. Reykdæla vann mótið með 56 stigum. 4. Mót Ums. Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu að Skildi í Helgafellssveit 13. júlí. Umf. Miklaholtshrepps vann mótið.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.