Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1941, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.11.1941, Blaðsíða 10
58 SKINFAXI hópurinn hyggist ráða hinar torræðu gátur félagsmála, stjórnmála og raunar allrar mannlegrar tilvistar með ofbeldinu einu saman, með villtum krafti frummanns- íns annars vegar, en nýjustu tækni í tilbúningi og notkun fullkominna drápsvéla og gjöreyðingartækja iiins vegar. Hinn hópurinn vill, að því, er þessir sömu menn telja, freista þess að ráða þessar gátur á friðsamlegri liátt, leysa hinn gordiska hnút, í slað þess að höggva á liann. Fer það mjög að vonum, að þessi fylkingin eigi mjög í vök að verjast fyrir ofríki hernaðardýrkendanna. Þess- ir tveir hópar gætu þá vel hvor um sig valið sér orða- skipti þeirra Snorra og Símonar knúts sér að einkunnar- orðum: Annars vcgar yrðu þá Knútarnir, sem, hrópuðu i krafti ofstækis síns og steigurlætis: „Högg þú!“, en hins vegar Snorrarnir, sem — ýmist í krafti liógværðar sinnar og mannúðar, eða knúðir af hviklyndi sínu og liiki — tækju undir með hinum feiga öldungi: „Eigi skal Jiöggva“, sagði hann — og var lítt marlc á því tekið. Ef til vill líður nú að þvi fyrr en varir, að við íslend- ingar verðum — hvort sem okkur líkar það betur eða verr —• að skera úr því í hvorri fylkingunni við viljum heldur standa, þegar til úrslita dregur. En vel mættum við þá minnast þess, Iivor bar liærra hlut frá horði, þeg- ar lil lengdar lét: Orðstír Snorra Sturlusonar varð ekki niður kveðinn með lirörlegum líkama hans í kjallara- holunni hér í Reykliolti forðum, heldur átli andi hans eftir að sigra þjóðlönd og álfur. En drápsmannanna heið hlóðvöllur að Ölvisvatni og hinir lieitu logar sjálfr- ar Flugumýrarhrennu. En þá vafasömu uppreisn fengu þeir i þokkahót, að vera lengi frægir og víða — af end- emum einum. VI. Svo segir í Þórleifs jiætti jarlaskálds, að Hallbjörn hali sauðamaður á Þingvöllum vandi oft komur sínar á haug Þórleifs norður af Lögréttu. Kemur lionum það jafnan i hug, að hann vildi geta ort lofkvæði nokkurt um haug-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.