Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1941, Blaðsíða 37

Skinfaxi - 01.11.1941, Blaðsíða 37
SKINFAXI 85 Ræðan var um flest réttmæt og féll mönnum vel í geð. En hún kveikti í Eiríki reiðibál og vandlætingar. Var það nú bjargrá'ðið, að strá bekki kirknanna og kenna prestum að ganga brúðargang í hempum sínum? Nei, burt með allt amer- ískt tildur, burt með hin mislitu gler úr kirkjunum, gerið verkljóst þar og lesbjart á viðfangsefni veruleikans! Minni helgisiðir, meiri kristni til menningar og mannúðar. Eiríkur taldi ræður prestanna um of i þá átt, að flækja vandamál- in með dæmisögum og hégóma, en lítið þar um hrein tök á vandamálum hversdagsins. Prófessora og stúdenta setti hljóða. Ræðan liafði og verið talsvert nærgöngul presti þéim, er hafði talað, og því ekki allskostar kurteisleg. Eirík iðraði þess síð- ar. Skömmu eftir þetta samdi bann útvarpserindi, vafalaust ágætt, um austurlenzk trúarefni, en fékk það ekki flutt. Fyrr- nefndur prestur sat þá í útvarpsráði. Eirík grunaði, að hann hefði lagzt á móti sér á þeim vettvangi. Honum sárnaði það, fannst það bera vott um þroskaleysi. Eirikur lauk ekki guðfræðinámi. Að nokkru hafði hann lagt út á þá braut samkvæmt ráði ágæts manns, er hann hafði unnið með austur á Eiðum. Hafði Eiríkur verið þar kenn- ari. En mestu réð þó, að hann vildi öðlast meira andlegt út'- sýni en hann átti kost austur þar i einangrun. Hann hafn- aði því kennslustöðunni og stefndi út í óvissuna, með þann einn leiðarstein, að leita sannleikans. Ef til vill fyndi hann sál sinni svölun við brunn guðfræðinnar. Ilann varð að ganga úr skugga um það. Samvizkusemin var svo mikil, að hann vildi ekki fullyrða neitt um kirkjukenningarnar, fyrr en hann hafði prófað þær. Oft mótmælti hann kennurum sinum. Ekki af oflátungsskap, sem stundum ræður miklu hjá ungum menntamönnum, heldur af innri þörf. Eitt sinn ritaði hann um kristið jólahald i hlað stúdenta. Hann vildi ekki setja stud. theol. við nafn sitt þar, taldi það yfirlætisvott: Svona þori eg að skrifa, og þó er eg guðfræðingur. Eiríkur taldi sig ekki finna það, er hann leitaði að, í Guðfræðideild Há- skólans. Eins og hann hafnaði samvinnu við sr. Jakob Krist- insson austur á Eiðum og fjárhagsöryggi sæmilegu, vegna menntalöngunar og vonar um meiri sannleiksopinberun, þann- ig hafnaði hann nú samvistum við háskólakennarana og virti að vettugi þolanleg kjör prestsembættis. Eirikur flutti eilt sinn erindi um Davíð Stefánsson. Sér- staklega ræddi hann um kvæði hans: „Lofið þreyttum að sofa ....“. í erindinu gerði hann aðgreiningu tvennskonar meðaumkvunar, virkrar og óvirkrar. Davíð orti af hinni síð-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.