Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1941, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.11.1941, Blaðsíða 22
70 SKINFAXI auga á fest, ef svo mætti segja. Og það er erfitt að átta sig á þeim. Það, sem var nýtt og „móðins“ i gær, er orðið úr- ell og engisvert í dag og gleymt á morgun. Yið erum nauð- ugir viljugir komnir í hringdans heimsmenningarinnar, og þátttakendur í blessun og bölvun, sem af honum stafar. í mörgurn kaupstöðum, sveitum og sjávarþorpum, hefur er- lent setulið bækistöðvar sínar. Þetta hefði þótt merkilegt efni til frásagnar og skrásetningar á 11. og 12. öld. Hefir nokkur maður ritað dagbækur, eða safnað drögum, um þá viðburðaríku sögu, sem hér er að skapast á hinum ýmsu stöðum í landinu, eða skrifað niður hjá sér, hvaða áhrif hið erlenda lið liefur á viðskiptatíf, hugsunarhátt og menn- ingu fólksins, og þeirra einstaklinga, sem eitthvað eiga sam- an við það að sælda? Vel má gera sér hugmynd um, hvernig Árna prófessor Magn- ússyni hafi verið innanbrjósts, þegar hann liorfði á eldinn eyða bókum sínum og skjölum í brunanum mikla í Ivaup- mannahöfn 1728 — bókum, sem hvergi voru til annarsstað- ar í heiminum. Við stöndum enn í dag gagnvart hliðstæðri eyðileggingu. Andleg verðmæti, sem deyja út með hverri kyn- slóð, sem líður undir lok, verða eldi gleymskunnar að bráð. Þau hverfa og fást aldrei aftur. Vist er miklu bjargað nú á dögum af andlegum verðmætum, en samt fer drjúgur skerf- ur að forgörðum. Með því að skrásetja viðburði og tildrög þeirra, jafnóðum og þeir gerast í hverri sveit, og ýmsan al- þýðufróðleik, mætti hjarga miklu, sem annars hyrfi eins og gleymdur draumur. Nýi tíminn verður einhverntima gamall. Menn munu ætíð líta til baka um farinn veg eklri kynslóða, því að nútími er reistur á fortíð og framtíð á nútíð. II. Náttúra íslands hefir ætíð legið sem opin bók til sýnis, fyrir framan allar kynslóðir manna á þessu landi, en hún kemur þó harla lítið við hina skráðu sögu þjóðarinnar. Fornu bókmenntirnar lýsa hinum margþættu athöfnum mann- anna, en þær ganga framhjá náttúrunni og störfum hennar. Hér er þó tvennt, sem er í nánu sambandi hvort við annað. Náttúruna má skoða sem jaðveginn, en mannlífið gróður- inn, sem upp úr honum vex og elcki getur án hans lifað. Fólk, sem elst upp í sveit og á þar heima nálega alla æfi sína, þekkir furðu lítið náttúrulífið í kringum sig, þó að gagn- kunnugt sé landslaginu og þekki það út i hörgul. En samt virðist sem mcnn dvelji þar á meðal útlendinga, — ef svo

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.