Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1941, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.11.1941, Blaðsíða 31
SKINFAXI 79 hreyfing hægri fótar. og litlifingur sinn hvorum megin við kúluna, henni til stuðn- ings. Kúlan liggur á fingurrótunum. Sterkir fingur og úlf- liðir leyfa kúlunni hærri legu á fingrunum. ViS háa fingur- Iegu verður vogarslangarafl handteygjunnar í kastinu öflugra. Kastarmurinn beygður þvingunarlaust, svo að kúlan i hand- gripinu hvíli í hvilftinni fyrir ofan viðbeiniS og upp aS háls- inum. HandarbakiS snýr aftur. Hér má engu afli beita eSa þvinga vöðva. Byrjunarstaða. Þú tekur þér stöðu við aftari hringrönd. Látlu likamsþung- ann hvíla á hægri fæti, en tyllir aSeins í vinstri fót (sjá hringmyndina og 1. myndina). AthugaSu, að kunningi okkar á myndinni er svolítið álútur og allir vöðvar slakir. Tilhlaupið. Til þess að efla áhrif likamans á kastiS, er tilhlaupiS. — TilhlaupiS er lágt hopp, sem er framkalIaS meS hreyfingu vinstri fótar. AthugaSu vel punktuSu örvalínuna á hringmyndinni. Hún sýnir hreyfingu vinstri fótar (sjá bls. 81). Þú verSur að hafa ríkt í huga, að hér áttu ekki að fremja neitl langstökk, sem eyðir afli úr hægri fætinum (spyrnu- fætinum), heldur lágt fallhopp, sem myndast við ])aS, aS vinstri fóturinn færist aftur fyrir hægri fótinn. Við þetta vill likaminn delta áfram, en i því sveiflast (glennist) vinstrl

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.