Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1941, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.11.1941, Blaðsíða 12
60 SKINFAXI Eiríkur J. Eiríksson: Heimleiðis. Eitt sinn fékk Stephan G. Stephansson lyngtó frá íslandi. Hann góðursetti liana í garði sínum. Sál lians var og garður, þar sem íslenzkur gróður náði miklum þroska. „Kominn heim“ lét liann letra á grafreit sinn. Skáldið hafði verið að heinxan lengst af ævinnar, en lieim stefndi andi hans, þar átti líf hans rætur. Dags- önnin var staðbundin, lielguð amerískri mold, en and- vakan íslandi. Talsvert hafa menn rætt og ritað um sambandið við Vestur-íslendinga. Ilið merkasta, sem gert hefir verið, er lieimboð Stephans skálds, er ungmennafélagar áttu frumkvæðið að. Á hundruðum heimila vestan hafs mun nú vera mynd Jóns Sigurðssonar, sem ungmennafé- lagar gáfu nýlega vestur. Skiiifaxi hefir hirt fjölda rilgerða núverandi forseta Þjóðræknisfélagsins í Vest- urheimi. Afskipti ungmennafélaga af Vestur-íslending- um eru ekki tilviljun. Hugsjón félagsskaparins er, að allir fslendingar hér á landi og erlendis liverfi lieim, heinlínis eða í anda. Útlegðin er nú um of sameiginlegt hlutskipti okkar. Ríkisstjórinn lýsti því yfir 17. júní í vor, að raunverulega værum við stríðsaðilar, og bætti því við, að við værum það gegn vilja okkar. Við getum rælt um rétt okkar til landsins, en bús- bóndavaldið er frá okkur tekið. Við erum þannig að lieiman. En við erum það í margskonar skilningi. „Ástandið" ætli að opna augu okkar fyrir því. IJættan er svo víðtæk, að benni er ekki aflétt, þótt hinir óboðnu- gestir liverfi liéðan. Við eigum land islenzkrar menn- ingar og bókmennta, jarðveg islenzks anda, drengskap- ar og siðgæðis. En er ekki hættan mikil að iiér verði hernámið mest og varanlegast?

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.