Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1941, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.11.1941, Blaðsíða 24
72 SKINFAXI heimili, eins og hver önnur nauðsynleg húsáhöld, og helzt að fylgja jörðinni mann fram af manni. Nýir ábúendur ættu að halda áfram athugunarstarfinu, og fylgjast með breyting- um, sem kunna að verða á gróðri og dýralífi, af sjálfráðum sem ósjálfráðum atvikum. Menn skyldu ætið varast að slíta upp blóm, eða aðrar jurt- ir í jjví skyni að athuga liær, sízt ef ljær vaxa strjált og eru fágætar, enda gerist jæss engin jjörf. Ánægjulegast er að athuga jurtirnar Jifandi á vaxtarstaðnum og fylgjast með þroskun þeirra. Kemur þar smásjáin að góðum notum. Sama gildir um dýrin. Fugla jjarf ekki að veiða lil að kynnast lifn- aðarháttum þeirra. Er meira virði að athuga þá lifandi úti i náttúrunni, en að skoða jiá dauða. Ljósmyndavélin og sjón- aukinn eru hentug til jæirra hluta. Athugunargáfa þeirra, sem fengjust við slika náttúrurann- sókn, mundi jiroskast. Mönnum mundi jiykja vænna um ábýlis- jörð sína og kosti hennar, ef jieir þekktu til hlítar allar hinar fjölbreyttu tegundir jurla og dýra, sem hún elur og fóstrar í skauti sínu. Fuglar eru með hinum fegurstu og yndislegustu dýrateg- undum, sem gista jjetta land, en eru að jafnaði sorglega mis- skildir og ofsóttir. „í svanalíki lyftist moklin hæst. Hann ljómar fegurst og hann syngur skærast,“ segir skáldið. Þetta má segja um flestar fuglategundir. Menn, sem vilja athuga fugla í heimalandi jarðar sinnar árið um kring, geta nafn- greint j)á eftir bók Bjarna Sæmundssonar og gert sér grein fyrir, hverjir eru þar að staðaldri, verpa þár, eða koma l>ang- að snöggvast aðvífandi sem gestir. Þá kemur til greina að athuga, hvar fuglar velja sér hreiðurstaði, hvernig J>eir búa um sig, hve lengi þeir eru að unga út og hvernig j>eir fara að ala upp börnin sín o. s. frv. Venjulega er lítil fyrirhöfn að veita lifnaðarháttum fugla eftirtekt, venjum j>eirra, söng- rödd og kvaki, hvort sem þeir sitja á jörðu eða fljúga í lofli. Þá skyldi og athuga, hvaða liætlur steðja að fuglum af mannavöldum eða öðrum orsökum og hvað liægt er að gera til að koma í veg fyrir þær. Og enn fremur, hvaða ráð eru til að hæna fugla að mannabústöðum o. m. fl. Aldrei skyldi drepa fugla í j>ví skyni að rannsaka l>á, nema þá í einhverj- um sérstökum vísindalegum tilgangi, því að það er ómannúð- legt og sæmir ekki siðuðu fólki. Flestir geta starfað að fugla- rannsóknum í tómstundum sínum, og jafnvel oft samtímis og þeir stunda ýmisa útivinnu. Er liér ágætt viðfangsefni fyr- ir unglinga.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.