Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1941, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.11.1941, Blaðsíða 15
SKINFAXI 63 ijinar umtöluðu skýrslur, og sjáum við það raunar ekki öll, hve fyrri þróunin er, illu lieilli, líklegri? En harmatölur og hrakspár sæma sízt. Landið er að hlása upp, en við ungmennafélagar vinnum, að því, að liver unglingur eigi sér dálítinn reit og þar rækti hann einnig lyng úr heimahögum. En þótt mikil sé uppsker- an nú í liaust, telja menn víða til sveita mestan gróða að því, að vera að heiman. Engum skal ámælt, þótt liann vilji hjarga sér þar, sem hezt virðist ganga. En verður ekki þjóðargæfan að hyggjast á fórnarliug? Stundarhagurinn og einstaklingsins heggur oft á tengsl- in við upprunann. Stundum virðist það horga sig hezt, að vera hvergi bundinn viðkvæmum böndum, en varla verður sú reyndin, er til lengdar lætur, og ekki er heild- inni slíkt fyrir heztu. Er Þjóðverjar tóku Noreg sendu þeir unga austurriska hermenn á þær slóðir, er verið höfðu bernskustöðvar þeirra. Sú sóknaraðferð gafst vel. Er það og ekki hezt til varnar? Yerður ekki við- námið öflugast heima? Yið vonum, að þau öfl sigri nú i heiminum, sem okk- ur eru hliðholl. En munu ekki hinir voldugu heims- drottnar verða sjálfum sér næstir? Það verður ill ævi, að eiga allt undir þeirra náð, glötum við arfleifð okkar, sem forfeðumir sköpuðu á óhagstæðum tímum og er útlendingar réðu hér eins og nú. Er atburðirnir þoka okkur álengdar frá landinu og þjóðlegum verðmætum, fyllumst þá elsku til þessa og haráttuhug því í vil. Varð- veitum frjálst Island í hjörtum okkar, að rétturinn verði okkur ekki ofviða, er hollar vættir ættlandsins liafa sigrað. Varðveitum lyng æskustöðvanna. Höldum heim, ung- mennafélagar, og allir, sem lieita viljum íslendingar og vera.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.