Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1941, Blaðsíða 44

Skinfaxi - 01.11.1941, Blaðsíða 44
92 SKINFAXI Baekur. Sigurður Nordal: Trúarlíf síra Jóns Magnússonar. Rvík 1941. (Útg. Minningarsjóður Ilar. Níels- sonar og ísafoldarprentsmiðja). Er ritstj. Skinfaxa dvaldi erlendis 1936—’37, átti liann tal við ýmsa fræðimenn norrænna bókmennta og tungu. Af ís- lendingum síðari tíma þekktu þeir einkum Sigurð Nordal. Frægð hans á Norðurlöndum og víðar, spáir góðu um það. að Háskóli íslands verði miðstöð norrænna fræða. Er gott að horfa fram til þess nú, á 700 ára dánarafmæli Snorra Sturlusonar. Hið ofboðslega flóð svokallaðra þjóðsagna, og öll sú alúð, er við leggjum við afturgöngur eldri og yngri, má ekki svelgja til sín svo mikla peninga og krafta, að ekkert verði aflögu til innleggs í alþjóðlegar umræður um þau tíma- bil sögu okkar, er við vorum veitendur öðrum þjóðum og varðveittum menningararf þeirra. Ritgerðir próf. Nordals um Snorra, Eglu og Völuspá eru þýðingarmiklar að þessu leyti og þurfa að komast á livert íslenzkt heimili. Við eignumst ekki úrvalslið vísindamanna í íslenzkum fræðum, nema þjóð- garðurinn sjálfur sé í fullri rækt, almenningur sinni tímabili Snorra Sturlusonar til jafns eða meir en kvikmyndahúsum og „magazínum“, sem nú eru auglýst sem kína-lífs-elixír. Þetta mun og skoðun próf. Nordals, og hann trúir á íslenzka alþýðu að þessu leyti. Hann treystir á, að hún kunni að lesa, er hann semur hina mergjuðu grein sína um Stephan G. Steph- ansson, og svo trúaður er hann á dómgreind íslendinga, að hann hyggur mannvitið öruggan grunn að reisa frægð á hér á íslandi, en ekki stjórnmálavafstur og margvísleg umsvif, sem fylgir mörgum gáfuðum íslendingum eins og drykkju- breyskleikinn, og gerir þá hvergi heila né djúphugula. Próf. Nordal ritaði í „Rétt“ fyrir löngu síðan um Guðjón Rald- vinsson kennara, ágæta grein. Ilann virtist skilja mjög vel hugsjón Guðjóns, að fræða og manna fólkið. Nordal er þess hugar sjálfur. Samúð hans með ungmennafélögunum sannar það. Má og minna á erindi hans í útvarpi um líf og dauða. Ýmsum menntamönnum mun hafa þótt nóg um, hve alþýð- legur hann gerðist þar. En almenningur hugsar meira um hinn dýpri rétt tilverunnar en margir sagnfræðingarnir, sem óneitanlega lykta meir af méli en lifandi gróðri, svo að minnzt sé á gagnrýni Nietzsche á menntamönnunum. Fyrirlestur próf. Nordals um síra Jón Magnússon hefur nú

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.