Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Qupperneq 5

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Qupperneq 5
kunnugt er. Undirritaður telur að fulls réttaröryggis sé gætt með þeim til- lögum sem hér verða settar fram. Þó er Ijóst að mjög reynir á málsforræðis- og sakarforræðisregluna eins og jafnan við gerðardómsmeðferð. Tillögurnar eru þessar: 1. Að komið verði á fót fastri gerðardómsstofnun. Hún starfi eftir sérstök- um samþykktum sem hún setur sér sjálf. Ekki er óeðlilegt að Lagastofnun taki að sér þetta hlutverk í byrjun en fleiri aðilar, ekki síst einkafyrirtæki, koma að sjálfsögðu til álita. Gert er ráð fyrir þvf að gerðardómsstofnunin sjái um viss framkvæmdarstörf í sambandi við þau mál sem henni berast. Hún mundi t.d. gera lista yfir dómendur og útnefna þá, útbúa reglur um málsmeð- ferð sem gerðarmenn eiga að starfa eftir, veita upplýsingar og leiðbeiningar o.s.frv. 2. Nauðsynlegt er að útbúa og auglýsa reglur um skipun gerðardóms og málsmeðferð. Þær verða ávallt að fullnægja vissum lágmarksskilyrðum. Þar verður því m.a. að ákveða: a. Að dómsformaður skuli ávallt vera þeim kostum búinn að hann fullnægi skilyrðum laga til þess að verða skipaður hæstaréttardómari. Gerðardóms- stofnunin tilnefni síðan meðdómsmenn eftir ósk aðila eða ex officio í sam- ræmi við reglur eml. b. Að nákvæmar reglur verði um það hvernig þóknun til gerðarmanna skuli ákveðin. Þess verði sérstaklega gætt að henni sé í hóf stillt. c. Að gerðardómsstofnunin taki ákvörðun í hvert skipti um lengd málsmeð- ferðarinnar eftir að hafa heyrt skoðanir aðila og gerðardómsformanns. Gerð- ardómsstofnun hafi heimild til að svipta gerðarmenn umboði sínu ef farið yrði fram yfir þann frest hvort sem þar væri um að ræða sök aðila eða gerðar- manna. d. Að gerðardómur dæmi einungis eftir lögum. e. Að gerðardómur starfi að öðru leyti eftir viðurkenndum gerðardómsreglum. 3. Gerðardómum sem fullnægðu fyrrgreindum skilyrðum yrði veitt aðfarar- hæfi með lögum. Jafnframt yrði ákveðið að málsókn til ógildingar gerðardómi frestaði ekki aðför. Gert er ráð fyrir því að gerðardómsstofnunin hafi til afnota sérstakt staðlað form um skipun gerðardóms og málsmeðferð fyrir honum. Þar komi fram fyrrgreindar reglur og aðrar reglur sem stofnunin telur ástæðu til að setja. Við það verði miðað að almenningur geti á auðveldan hátt skírskotað til þessa skjals í samningum, t.d. [ samningum um fasteignir eða lausafé eða í öðrum tilvikum. Erfitt er að hnekkja gerðardómi eins og kunnugt er. Tillögur þessar þykja e.t.v. róttækar með hliðsjón af því og fela í sér skert réttaröryggi. Slikur ótti hefur þó ekki við rök að styðjast. Þó er Ijóst að mikið veltur á því hvernig til tekst í framkvæmd. Gerðardómsstofnun af því tagi sem hér er gert ráð fyrir verður að njóta trausts almennings og þeirra sem til hennar leita. Möguleikarnir eru góðir ef þeim meginsjónarmiðum er fylgt sem felast í til- lögum þessum. Stefán M. Stefánsson 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.