Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Side 7

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Side 7
embættisferil sem bæði er glæsilegur og víðfeðmur, að ógleymdum gagn- merkum fræðistörfum. Samkvæmt sambandslögunum sem tóku gildi 1. desember 1918 skyldu Danir fara með utanríkismál íslands í umboði þess. En við hertöku Dan- merkur 9. apríl 1940 rofnaði allt samband milli ríkisstjórnar íslands og stjórn- ar utanríkisþjónustu Danmerkur. Hlutu íslendingar þá að taka meðferð utan- ríkismála í eigin hendur. Hinn 10. apríl 1940 voru samþykktar tvær þings- ályktunartillögur á Alþingi, önnur um æðsta vald i málefnum ríkisins og hin um meðferð utanríkismála og landhelgisgæslu. Voru þá þegar stofnsettar sendiráðsskrifstofa í London og aðalræðismannsskrifstofa í New York. Þeg- ar hér var komið sögu hafði Agnar gegnt störfum í dönsku utanríkisþjón- ustunni frá því í íebrúarbyrjun 1934, en óskaði nú lausnar og hóf þegar störf á nýstofnaðri aðalræðismannsskrifstofu íslands í New York. Að tveimur árum liðnum kom hann svo heim til starfa í hinu unga utan- ríkisráðuneyti sem stofnað hafði verið með lögum nr. 31 frá 27. júní 1941, um utanríkisráðuneyti íslands og fulltrúa þess erlendis. Tók hann þar við starfi deildarstjóra og varð fyrsti maður til að bera það starfsheiti i Stjórnar- ráðinu. Hinn 31. janúar 1944 var hann svo settur skrifstofustjóri (ráðuneytis- stjóri) í utanríkisráðuneytinu og veitti því ráðuneytinu forstöðu við lýðveldis- stofnunina. Hann var skipaður í það embætti 20. júní sama ár, fyrsti embætt- ismaðurinn sem tók við skipunarbréfi úr hendi forseta íslands. Má nærri geta hve drjúgur þáttur Agnars hefur verið við mótun utanríkisþjónustu hins unga lýðveldis og alkunna hver gifta fylgdi störfum hans. í ársbyrjun 1951 var Agnar skipaður sendiherra í Bretlandi og i framhaldi af því í Frakklandi, þangað til hann tók aftur við ráðuneytisstjórastarfi í utan- ríkisráðuneytinu áratug siðar. í septemberbyrjun 1969 var hann svo skipaður sendiherra í Noregi og lauk svo dáðríkum embættisferli sem sendiherra í Danmörku fyrir rúmum fjór- um árum. Á árum sínum erlendis gegndi hann jafnframt sendiherrastörfum í ýmsum löndum öðrum en þeim sem hann hafði búsetu í, svo sem tíðkast í hinni fámennu utanríkisþjónustu okkar. Hér hefur sannarlega verið stiklað á stóru. Þó má öllum Ijóst vera að það sem rakið hefur verið er meira en nóg ævistarf röskum manni, og eru samt ótalin öll hin krefjandi og tímafreku aukastörf sem Agnar gegndi um ævina. Vinur og starfsbróðir Agnars í utanríkisþjónustunni um fjóra áratugi, Henrik Sv. Björnsson sendiherra, skrifaði í minningu hans í Morgunblaðið 21. febrúar s.l. og telur þar störf Agnars „mikið og farsælt framlag til mót- unar sjálfstæðrar íslenskrar utanríkisþjónustu.“ En lét Agnar sér þá þetta allt nægja? Nei, því fór fjarri, enda ólíklegt að ættarfylgjan, fræðimennskan, segði ekki til sín. Ég minntist fyrr á Lögfræð- ingatal hans er út kom fyrir 8 árum, en áður höfðu komið út eftir hann Lög- fræðingatal 1736—1950, Reykjavík 1950, og Lögfræðingatal 1736—1963 (ný útgáfa), Reykjavík 1963. Þá skal þess getið að Agnar var fyrstur manna kjör- inn heiðursfélagi Lögfræðingafélags íslands. Og Agnar lét ekki við Lög- fræðingatalið eitt sitja, eljan og áhuginn sneru bökum saman og jafnframt því að skila sjaldgæfu dagsverki í embætti sínu bætti hann við einu þrek- virkinu enn: Sögu Stjórnarráðs íslands 1904—1964, stórmerku riti sem Sögu- 61

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.