Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Qupperneq 9

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Qupperneq 9
EINAR VIÐAR Einar Viðar hrl. lést 5. apríl 1984. Ég vil nú enn með nokkrum orðum minnast þessa forn- vinar míns frá æskuárum, en við vorum vinir og skólafélagar allt frá fyrsta bekk í MR. Einar Viðar var fæddur 6. júlí 1927 og stóðu að honum víðkunnar og merkar ættir. Faðir hans var Gunnar Viðar bankastjóri, sonur Indriða Einarssonar leikritaskálds, en hann var dóttursonur Gísla Konráðssonar fræðimanns, föður Konráðs Gíslasonar, er var einn Fjölnis- manna og einn ágætasti málfræðinngur sem þjóðin hefur alið. Þetta er Skagfirðingakyn. Kona Indriða var Marta Marla, dóttir Péturs organleikara Gudjohnsens. Móðir Einars, sem enn er á lífi hálfníræð, er Guðrún Helgadóttir bankastjóra á ísafirði Sveinssonar, en Kristjana, móðir hennar, var dóttir Jóns alþingismanns Sigurðssonar á Gautlöndum, en kona Jóns var Solveig Jónsdóttir prests í Reykjahlíð Þorsteinssonar, ættföður Reykjahlíðarættarinnar. Einar varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavtk vorið 1947, cand. juris frá Háskóla íslands árið 1954, héraðsdómslögmaður 1959 og hæsta- réttarlögmaður 1964. Að loknu lögfræðinámi vann Einar í fyrstu í rúmt ár sem fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Hafnarfirði og sýslumanni Gullbringu- og Kjósarsýslu, en rak síðan lögfræðiskrifstofu í Reykjavík óslitið til dauðadags, í fyrstu í félagi við Sveinbjörn Dagfinnsson, nú ráðuneytisstjóra, en lengst af einn. Einar var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Elsa Einarsdóttir og eignuðust þau einn son, Indriða að nafni. Þau skildu. Síðari kona hans er Ingileif, dóttir Ólafs Þ. Kristjánssonar fyrrum skólastjóra í Hafnarfirði, sem nú er látinn, og konu hans Ragnhildar Gísladóttur. Þau eignuðust þrjú börn, Birnu, Gunnar og Margréti. Fyrir hjónaband átti Einar barn með Ástu Lárusdóttur, dóttur að nafni Jónína Lára og er hún gift síra Guðmundi Erni Kjartanssyni. Einar var dulur í lund, fámáll og stundum einfari og var það ef til vill ástæð- an fyrir vináttu okkar að við vorum líkir. En höfðingi var Einar með afbrigð- um, veitull og vinur vina sinna. Að koma á heimili hans og Ingu, konu hans, var ávallt sem að mæta til veislu. Einar var snjall bridgespilari og hann spilaði reglubundið við sömu spila- félagana allt frá menntaskólaárum. önnur hugðarefni hans voru tengd útilífi. Hann ferðaðist mikið og var slyngur veiðimaður á fugl og fisk. Þegar ég nú kveð minn gamla vin, Einar Viðar, verður mér fyrst og fremst hugsað til okkar mörgu ánægjustunda utan starfsins og streitunnar, á ferð- um um landið, á bökkum laxveiðiánna og við spil á síðkvöldum. Blessuð sé minning hans. Sveinn H. Valdimarsson 63
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.