Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Qupperneq 10

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Qupperneq 10
GUÐBRANDUR ÍSBERG Guðbrandur ísberg, fyrrum sýslumaður Húna- vatnssýslu og fyrrum þingmaður Akureyringa, lést á Blönduósi 13. janúar 1984 í hárri elli, en hann var fæddur 28. maí 1893. Guðbrandur var Dalamaður að uppruna, fæddur í Snóksdal, þar sem faðir hans, Magnús Kristjánsson, var bóndi. Móðir hans hét Guðrún Gísladóttir. Fram- ættir Guðbrands voru í Borgarfirði og Húna- þingi. Ekki naut Guðþrandur lengi foreldra sinna, þvf að þau voru bæði látin áður en hann varð sjö ára. Hann tók snemma að sjá sér sjálf- ur farborða, og af miklum dugnaði braust hann til mennta og lauk stúdentsprófi 1916. Eftir það lá leiðin til Kaupmannahafnar, þar sem hann var við hagfræðinám og skrifstofustörf um þriggja ára skeið. Lagaprófi lauk hann 1923 eftir 4 ára nám. Fluttist hann þá norður og var málflutningsmaður á Akureyri, en jafnframt þóndi á Möðrufelli og síðar á nýbýlinu Litla-Hvammi. Hann var bæjarfógetafulltrúi á Akureyri 1931-2, en varð þá sýslumaður í Húnavatns- sýslu. Fluttist hann þá til Blönduóss og bjó þar alla tíð síðan. Auk sýslu- mannsstarfa sinnti Guðbrandur búskap, einkum hrossarækt. Hafði hann tún við Blönduós og stofnaði nýbýlið Laxárholt í Ásum. Hann lét af embætti 1960, en vann þó ýmis lögfræðistörf eftir það, meðan kraftar entust. Af öðrum störf- um hans er t.d. að geta þess, að hann var formaður nefndar þeirrar, sem stóð fyrir byggingu héraðshælisins á Blönduósi og bar jafnan hag þess fyrir brjósti. Guðbrandur kvæntist sumarið 1920 Árnínu Jónsdóttur frá Möðrufelli. Þau eignuðust 9 börn. Meðal þeirra eru lögfræðingarnir Jón sýslumaður og Ari bankalögfræðingur. Árnína lést árið 1941, meðan mörg barna þeirra voru í æsku. Sú, er þetta ritar, var þá þarn að aldri, aðeins 11 ára. Mjög er mér minnisstætt, hvaða áhrif Nína, en svo var hún jafnan kölluð, hafði er þau hjón komu í heimsókn til foreldra minna. í fari hennar man ég fyrst og fremst blíðu og hlýju. Foreldrar mínir höfðu sérstaklega á orði, hve hjónaband Guð- brands og Nínu hefði verið fagurt og gott. Bæði voru einstaklega barngóð. Þess munu barnabörn þeirra hafa notið í ríkum mæli, er Guðbrandur var heimilisfastur hjá Jóni syni sínum, sýslumanni á Blönduósi, og Þórhildi konu hans. Var ánægja að kynnast því mörgum árum síðar, hvernig Þórhildur stóð fyrir barnmörgu búi rétt eins og Árnína tengdamóðir hennar hafði gert. Ekki var annað að sjá en að gleði af samvistum við hina ungu kynslóð væri enn sem fyrr ríkur þáttur í fari hins aldna Ijúfmennis. Guðbrandur ísberg var áhugamaður um stjórnmál, og var hann kosinn al- þingismaður fyrir Akureyri 1931 og endurkosinn 1934. Miklar sviptingar voru í stjórnmálum í höfuðstað Norðurlands á þessum árum. Guðbrandur, sem alla tíð var sjálfstæðismaður, sigraði örugglega 1931 með 598 atkvæðum, en næstur varð Einar Olgeirsson úr Kommúnistaflokknum og fékk 434 atkvæði. 64
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.