Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Side 14

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Side 14
skv. 308. gr. 12 mánuðum eftir að 60 ríki hafa fullgilt hann. Enn er ekki ljóst hvenær að því mun koma. I. MEGINEFNI SÁTTMÁLANS. Hinn nýi Hafréttarsáttmáli er að efni til ólíkur Genfarsamningunum fjórum frá 1958. Að nokkru leyti skráir hann á nýjan leik hinn hefð- bundna venjurétt hafsins, svo sem frelsi til fiskveiða á úthafinu og frelsi til siglinga á hafinu og til flugumferðar þar. Að verulegu leyti er þó sáttmálinn réttarskapandi frá grunni og ákvæði hans geyma mörg og merk nýmæli. Fyrst má þar nefna ákvæð- in um hina 200 sjómílna efnahagslögsögu, síðan reglurnar um mörkun landgrunnsins milli ríkja og ytri mörk þess, ákvæðin um hið alþjóð- lega hafsbotnssvæði sem sameiginlega arfleifð mannkyns, verndun hafsins gegn mengun og vísindarannsóknir á hafinu. Þar að auki sker þessi sáttmáli sig úr öðrum alþjóðasamningum að því leyti að ekki er heimilt að gera neina fyrirvara við ákvæði hans. Ríki verða og að sætta sig við bindandi lausn deilumála, nema þegar um er að ræða nýtingu strandríkisins á fiskimiðunum innan efnahagslögsögu þess, deilur vegna leyfisumsókna erlendra ríkja varðandi haf- og fiskirann- sóknir í efnahagslögsögunni og deilur um mörk efnahagslögsögunnar og landgrunnsins. Á þessi atriði og ýmis önnur lagði forseti Hafréttaráðstefnunnar, T. Koh, áherslu í ræðu á síðasta fundi ráðstefnunnar, 6. desember 1982, er hann tók saman í hnotskurn þann árangur og nýmæli sem í Haf- réttarsáttmálanum felast. Þau atriði sem forsetinn nefndi voru þessi: 1. Sáttmálinn mun stuðla að friði og öryggi í heiminum þar sem í stað víðtækra deilna strandríkja koma ákveðnar, viðurkenndar reglur um mörk landhelginnar, efnahagslögsögunnar og landgrunnsins. 2. Siglingafrelsi verður enn betur trýggt en fyrr með ákvæðum um frelsi til umferðar í landhelginni, í efnahagslögsögunni, um alþjóð- leg sund og um lögsögu eyjaklasaríkja. 3. Ákvæðin um vernd og nýtingu fiskistofnanna í efnahagslögsögunni eru hér mikilvægt framfaraspor, sé þeim rétt framfylgt. 4. Ný og mikilvæg ákvæði eru í sáttmálanum um vernd hafsins gegn mengun. 5. Nýjar reglur er að finna í sáttmálanum um haf- og fiskirannsóknir sem taka bæði tillit til þeirra ríkja sem rannsóknir vilja stunda og strandríkisins sem ræður yfir efnahágslögsögunni og landgrunn- inu þar sem rannsóknirnar fara fram. 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.