Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Page 18

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Page 18
2. Skyldur strandríkisins. 1 61. gr. sáttmálans er svo fyrir mælt að strandríkið hafi heimild til þess að ákvarða hve mikið aflamagn megi veiða í efnahagslögsögu þess, 1. mgr. Jafnframt skuli strandríkið tryggja með viðeigandi vernd- ar- og stjórnunaraðgerðum á grundvelli bestu vísindaþekkingar að við- gangi fiskistofnanna i efnahagslögsögunni sé ekki stefnt í hættu vegna ofveiði, 2. mgr. 1 3. mgr. er svo fyrir mælt að slíkar ráðstafanir skuli jafnframt miða að því að langtímahámarksafli (maximum sustainable yield) fáist úr fiskistofnum. Frekar er þetta stefnumið ekki skilgreint í sáttmálanum frá laga- legu hliðinni en ljóst má telja hver hin líffræðilega og hagræna merk- ing þess er og yrði að túlka hugtakið hér í ljósi þess. Málið vandast hins vegar þegar litið er á framhald þessarar málsgreinar því þar er MSY markið bundið verulegum nýjum skilyrðum sem ekki hafa áður sést í alþjóðasamningi um fiskveiðar. Miða skal við MSY með þeim takmörkunum sem leiðir af „viðkomandi umhverfis- og efnahagsað- stæðum, m.a. efnahagslegum þörfum strandveiðistöðva og sérþörfum þróunarríkja, og skal hafa hliðsjón af veiðiháttum, innbyrðis tengslum stofna og almennt viðurkenndum alþjóðlegum lágmarksreglum hvort sem þær ná til undirsvæðis, svæðis eða heimsins." Hér er með öðrum orðum boðið að taka tillit til margra atriða sem óskyld eru hinum líffræðilegu og vistfræðilegu þáttum þegar ákvörðun er tekin um langtímahámarksafla (MSY). Ekki síst má þar nefna þarf- ir þróunarríkj anna sem vekja þá spurningu hvort réttlæta megi of- veiði stofnanna til þess að mæta brýnum hagsmunum þeirra. Það ber að harma að þetta vísindalega hugtak, sem er kjarnaatriði í hinum nýja fiskveiðirétti, skuli vera svo skilyrt og óglöggt sem raun ber vitni. Ekki er lengur um að ræða ótvíræða merkingu þess en slíkt hlýt- ur að bjóða þeirri hættu heim að strandríki túlki málsgreinina hvert eftir sínu höfði í samræmi við mismunandi hagsmuni á hverjum tíma. Hér hefur verið til umræðu 61. gr. sem fjallar um skyldur strand- ríkisins til að vernda auðlindir hafsins. I 62. gr. er fjallað um nýtingu þeirra. Þar er annað stefnumið sett á oddinn, það að strandríkið skuli vinna að bestu nýtingu (optimum utilization) fiskistofnanna í efna- hagslögsögunni án tillits til ákvæða 61. gr. Hér er því horft fram hjá MSY markinu og ekki frekar skýrt hvernig þessi tvö markmið sam- ræmast hvort öðru í fiskveiðistefnu strandríkisins. Það getur greini- lega boðið upp á vandkvæði í framkvæmd og leitt til árekstra. Ljósari skilgreining hefði hér verið æskileg. Ljóst er þó að „besta nýting“ höfðar m.a. til þeirrar skyldu strand- 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.