Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Page 22

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Page 22
andvígur var miðlínureglunni en vildi leysa málið á grundvelli sann- gjarnra meginreglna (equitable principles) og með tilliti til aðstæðna í hverju tilviki. Laut þessi hópur forustu frlands. Það samkomulag sem að lokum náðist á ráðstefnunni og nú er 83. gr. sáttmálans ber meira svipbragð tillagna síðarnefnda hópsins enda hefur öll tilvísun til miðlínukerfisins verið þurrkuð út. Er 1. mgr. 83. gr. svohljóðandi: „Mörkun landgrunnsins milli öndverðra eða samliggjandi ríkja skal komið í kring með samningi á grundvelli þjóðaréttar, eins og getið er í 38. gr. samþykktar Alþjóðadómstólsins, svo að sanngjarnri lausn verði náð.“ Þegar þessi samkomulagstexti er nánar skoðaður kemur í ljós að sættir tókust hér aðeins með því að fella burt alla tilvísun í hin önd- verðu sjónarmið en skrá þess í stað almennt orðalag sem að mestu er innihaldslaust og allir gátu því fellt sig sæmilega við. Það felst ekki ýkja mikið leiðbeiningargildi í þeirri almennu reglu að markadeilur skuli leysa á grundvelli þjóðaréttar svo að sanngjörn niðurstaða fáist, sérstaklega þegar haft er í huga að hér er um að ræða eitt hið erfiðasta úrlausnarefni á sviði hafréttarins, svo sem glöggt kom fram í Nortli Sea Continental Shelf málunum fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag. Grein- in veldur því óhjákvæmilega vonbrigðum vegna innihaldsleysis síns og mun sennilega leiða til fleiri og erfiðari deilna um landgrunnsmörk- in milli ríkja en ella hefði verið. f rauninni felst það í orðalagi hennar að ekkert efnislegt samkomulag náðist á ráðstefnunni um ótvíræða nýja þjóðréttarreglu á þessu sviði. Við því má þar af leiðandi búast að til áframhaldandi deilna muni koma milli ríkja um landgrunnsmörkin. Við lausn þeirra verður þá ekki síður að styðjast við niðurstöður Al- þjóðadómstólsins í North Sea Continental Shelf málunum (1969) og al- þjóðlegra gerðardóma sem gengið hafa í slíkum deilum. í því sambandi getur hér einnig haft þýðingu og fordæmisgildi nið- urstaða sáttanefndarinnar í deilu Islands og Noregs um mörk land- grunnsins milli Jan Mayen og íslands, en ríkisstjórnir beggja landanna samþykttu niðurstöðuna, sem felur í sér sameiginléga nýtingu grunns- ins að hluta til, með samningi 2. júní 1982. Rétt er að taka það hér fram að þótt Hafrétarsáttmálinn geri almennt ráð fyrir bindandi lausn deilu- mála eru frá því nokkrar undantekningar. Meðal þeirra eru deilur um landgrunnsmörkin milli öndverðra eða samliggjandi ríkja, sbr. gr. 298 (a) (i). Aðeins verður að leggja slíkar deilur fyrir sáttanefnd en niðuretöður hennar binda ekki aðila. Ekki er að efa að oft muni reyna á ákvæði 83. gr. í framtíðinni. Hún 76

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.