Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Síða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Síða 25
Islendinga og Norðmanna að laxveiðar erlendra ríkja í hafinu séu takmarkaðar en Danir, Færeyingar og Grænlendingar hafa hins vegar verulega hagsmuni af laxveiðum í sjó. Hefur afli Færeyinga t.d. verið 625 lestir á ári að undanförnu og er það allt lax sem kominn er úr ám nálægra ríkja. Hafa íslensk stjórnvöld mótmælt þessum veiðum, en aflabrestur hefur verið undanfarin ár í íslenskum ám jafnt sem í laxveiðiám í Noregi, Skotlandi og írlandi. Nýlega hefur tekið gildi Samningur um verndun lax í Norður-Atlantshafi frá 2. mars 1982 sem miðar að lausn þessa vandamáls. Samkvæmt þeim samningi eru laxveiðar aðildarríkja utan landhelgi þeirra bannaðar nema hvað Færeyingum eru heimilar laxveiðar innan 200 sjómílna efnahagslög- sögunnar og Grænlendingum á takmörkuðu svæði utan 12 mílna land- helginnar. 1 66. gr. Hafréttarsáttmálans er leitast við að leysa þau vandamál sem að veiðum ársækinna fiskistofna lúta og þá fyrst og fremst að veiðum laxastofna. Er þar um eins konar málamiðlun að ræða þar sem reynt er að taka bæði tillit til þeirra ríku hagsmuna sem upprunaríkið hefur að gæta, þar sem laxinn hefur alist upp, og einnig til þeirra þj óða annarra sem laxveiðar hafa stundað í hafinu á liðnum árum. Það er upprunaríkið sem ber meginábyrgðina á stjórnun og verndun laxastofnanna. Hér er sú meginregla sett fram í 66. gr. að laxveiðar skulu einungis leyfðar innan efnahagslögsögunnar en ekki á úthafinu nema í því eina tilviki þegar slíkt bann myndi hafa í för með sér efna- hagslegt áfall fyrir önnur ríki en upprunaríkið. Þá skulu fara fram viðræður milli þessara ríkja um framkvæmd slíkra veiða á úthafinu, ávallt með verndarsjónarmið í huga og hagsmuni upprunaríkisins hvað þessa stofna varðar. Þar að auki er sú meginregla skráð í 2. mgr. 66. gr. að upprunaríkið hefur skyldu til þess að tryggja vernd stofna í efnahagslögsögu sinni með viðeigandi ráðstöfunum og jafnframt að því er varðar ofangreind- ar veiðar annarra ríkja á úthafinu. Jafnframt er sett fram sú þýðingar- mikla regla að upprunaríkinu er heimilt í framhaldi af því að ákveða hámark leyfilegs aflamagns á úthafinu fyrir þá laxastofna sem upp- runa sinn eiga í ám þess — eftir samráð við þau ríki sem veitt hafa stofnana á úthafinu. Það má einnig ákveða hámark veiða innan efna- hagslögsögu annarra ríkja. Með þessu mikilvæga ákvæði er upprunaríkinu veittur mikilvægur einhliða réttur til þess að takmarka — eða hugsanlega banna alveg — laxveiðai' erlendra ríkja á úthafinu, eða í efnahágslögsögu þeirra, ef nauðsyn er talin krefja. Hér er um merkilegt nýmæli að ræða sem 79

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.