Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Qupperneq 26

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Qupperneq 26
auka mun vöxt og viðgang laxastofnanna í framtíðinni. Rökin að baki þessari nýju reglu eru næsta augljós. Þau ríki sem laxveiðiár eiga hafa lagt í verulegan kostnað og fjárfestingar með laxarækt, uppeldi seiða og sleppingum og auk þess gert ráðstafanir til að varna mengun í slíkum ám. Það er því eðlilegt að slíkri fjárfestingu sé veitt viss laga- vernd. Óheftar laxveiðar erlendra ríkja á úthafinu eða laxastofna upp- runaríkisins í efnahagslögsögu þeirra geta valdið upprunaríkinu miklu tjóni svo sem dæmin sýna í Norðaustur-Atlantshafi á síðustu árum. Hér hefur því málum verið skynsamlega skipað. Til móts við hagsmuni ríkjanna sem ekki eru upprunaríki er komið með því að leyfa skal þeim veiðar ef bann veldur þeim efnahagslegum áföllum. Laxastofnar sem eiga uppruna sinn í ám á Islandi og Noregi hafa verið veiddir í allnokkrum mæli innan efnahagslögsögu annarra nálægra ríkja á liðnum árum, aðallega frá 1980, svo sem kunnugt er. Þetta nýja ákvæði Hafréttarsáttmálans mun skapa möguleika á takmörkun og betri stjórnun slíkra veiða þegar þar að kemur. Er það mikilvægt þar sem mikil áform eru á döfinni um laxahafbeit, sérstaklega á Islandi, en forsenda þess að hún geti átt sér stað er að laxinn verði ekki ofnýtt- ur á úthafinu eða í efnahagslögsögu annarra ríkja. Fyrir Norðurlönd- in hefur þetta ákvæði sáttmálans því verulegt gildi. VII. VERNDUN HAFSINS GEGN MENGUN. Með Hafréttarsáttmálanum eru í fyrsta sinn í þjóðarétti settar al- þjóðlegar réglur sem ætlað er að taka til allra heimshafanna og vernda þau gegn mengun og öðrum skaðlegum umhverfisáhrifum. Fjallar XII. kafli sáttmálans um verndun og varðveislu umhverfis hafsins. Fram til þessa hefur aðeins verið um svæðisbundna samninga að ræða svo sem Norræna umhverfisverndarsamninginn, sem gildi tók 5. október 1976, og Oslóarsamninginn um varnir gegn mengun sjávar vegna losunar úrgangsefna frá skipum og flugvélum frá 1972, eða samninga á sér- sviðum, þótt til allra hafa taki, svo sem Lundúnasamningurinn um varnir gegn mengun hafsins vegna losunar úrgangsefna frá 1972. I upphafsgrein XII. kafla, 192. gr., er því lýst yfir að á ríkjum hvíli sú almenna skylda að vernda og varðveita umhverfi hafsins. Þótt það sé ekki nánar skilgreint verður að telja að með umhverfi hafsins sé hér átt við öll lögsögusvæði, allt frá landhelgi og innsævi til úthafsins. 1 194. gr. er rætt frekar um skyldu ríkja til þess að hindra og draga úr mengun hafsins af hvaða orsökum sem hún kann að stafa. Jafnframt er lýst þeirri skyldu ríkja að starfsemi og framkvæmdum á þeirra vegum 80
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.