Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Page 27

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Page 27
skuli svo háttað að þær hafi ekki í fÖr með sér mengunaráhrif á Önnur ríki og mengun sem stafar af slíkum framkvæmdum skuli ekki ná út fyrir eigin lögsögu hlutaðeigandi ríkis. Önnur ákvæði XII. kafla mæla fyrir um skyldu ríkja til þess að setja löggjöf til þess að koma í veg fyrir mengun hafsins og samræma störf sín á þessu sviði á svæðagrundvelli og jafnframt að gera alþjóðasamn- inga um þessi atriði sín á milli eða á vettvangi alþjóðastofnana. I einstökum greinum er fjallað um tilteknar orsakir mengunar. I 207. gr. er fjallað um mengun sem berst í hafið frá landi, sérstaklega af völdum eiturefna, í 208. gr. um mengun frá hafsbotnsvinnslu innan lögsögu hlutaðeigandi ríkis, í 210. gr. um mengun vegna losunar úr- gangsefna, í 211. gr. um mengun frá skipum og í 212. gr. um mengun úr andrúmsloftinu. I 194. gr. eru talin upp ýmis ákvæði sem ríki skulu framkvæma í þeim tilgangi að halda mengun í lágmarki. Meðal þeirra eru reglur um hönnun, smíði, búnað og rekstur skipa. Mikilvægt atriði er í þessu sambandi hvernig þessum reglum verður framfylgt og af hvaða aðila þegar erlend skip eiga í hlut, en ljós er jafnan lögsaga strandríkisins yfir eigin skipum. Strandríkið hefur heimild til þess að setja reglur í efnahagslögsögu sinni um varnir gegn mengun þar sem stafar frá skipum (211. gr. 5. mgr.). Slíkar reglur verða þó að vera í samræmi við almennt viður- kenndar reglur sem settar hafa verið af alþjóðastofnunum. Verða er- lend ríki þá að hlíta slíkum reglum strandríkisins. Hér getur strandríkið með öðrum orðum ekki lagt strangari skuldbindingar á erlend skip í efnahagslögsögu sinni en hafa hlotið alþjóðlega viðurkenningu. Flest í því vörn gegn valdníðslu strandríkisins. Losun úrgangsefna í efnahagslögsögunni er ætíð óheimil nema með leyfi strandríkisins. Að því er varðar valdboðslögsöguna fer strandríkið með hana þegar um er að ræða losun úrgangsefna í efnahagslögsögu þess og varðandi önnur brot erlendra skipa þar (216. gr.). Skrásetningarríkið skal sjá um að skip þess hlíti mengunarákvæðum sáttmálans að öðru leyti. I 218. gr. er sérstaklega fjallað um lögsögu hafnarríkisins yfir erlendum skipum þegar þau eru af fúsum vilja stödd í höfn eða við flothafnir undan ströndum þess. Draga má þá ályktun að ákvæði Hafréttarsáttmálans um verndun umhverfis sjávar og varnir gegn mengun séu mikilvægur áfangi og þarft nýmæli í þjóðarétti. Þau leysa úr brýnni þörf og eru ekki síst mikilvæg fyrir ríki sem byggja á nýtingu hinna lifandi auðlinda hafs- ins. I þeim hópi eru einmitt Norðurlönd. Þar að auki kallar hin aukna 81

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.