Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Síða 34

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Síða 34
hin dæmda refsivist, sbr. Hrd. IX, bls. 9. Ekki er gert ráð fyrir neinu úrræði til að bæta dómþola slíkan umframtíma, nema skaðabótaskilyrði XVIII. kafla oml. séu fyrir hendi. b) Ævilangt fangelsi. Eðli máls samkvæmt kemur frádráttur ekki til greina, sbr. dóm sakadóms Reykjavíkur í svokölluðu Guðmundar- og Geirfinnsmáli, sbr. Hrd. LI, bls. 89 (669, 671). Hugsanlegt er, að við náðun af slíkum dómi yrði tekið tillit til þess tíma, sem dómþoli hefur setið í gæzluvarðhaldi. c) Blandaðir skilorðsdónmr. Gæzlutími dregst frá hinum óskilorðs- bundna hluta refsivistardóms, sbr. Hrd. XLVIII, bls. 436. Sé óskilorðs- bundin fésekt dæmd ásamt skilorðsbundinni refsivist, sbr. 2. mgr. 57. gr. a. hgl., getur gæzlutími dregizt frá refsivist, ef hún kemur til fram- kvæmda. Sú leið er einnig hugsanleg að láta gæzluvarðhald að nokkru leyti eða öllu koma í stað fésektarinnar.1) Ekki eru sérstök ákvæði í íslenzkum lögum um frádrátt gæzluvarðhaldsvistar í skilorðsdómum, hvort sem þeir eru hreinir eða blandaðir, sbr. t.d. 86. gr. dönsku hegn- ingarlaganna. d) Skilorðsdómar með frestun á fullnustu. Frádráttur er skilyrtur, þannig að á hann reynir því aðeins, að refsing komi til framkvæmda, sbr. Hrd. XIX, bls. 181; LI, bls. 1892. Frádráttur kemur sem sé ekki til álita, þegar skilorð er rofið með nýju afbroti, nema skilorðsdóm- urinn sé tekinn upp og refsing samkvæmt honum verði þáttur í nýrri heildarrefsingu (með eða án skilorðs) skv. 77. eða 78. gr. hgl., sbr. 60. gr. hgl., sbr. Hrd. LI, bls. 1892. Ef skilorðsdómurinn er látinn haldast, en dæmdur sérstakur dómur án skilorðs fyrir hið nýja afbrot, verður gæzluvarðhaldsvist úr skilorðsdóminum ekki dregin frá í hinum nýja dómi. e) Skilorðsdómar með frestun á refsiákvörðun. Ákvörðun um frá- drátt verður ekki tekin fyrr en til fullnustu dóms kemur vegna skil- orðsrofa, eða refsing er ákvörðuð og fullnustu hennar frestað, sbr. d-lið. I nýjum heildardómi skv. 60. gr. hgl. ber að ákveða frádráttinn í einu lagi vegna eldri og nýrri brota. f) Fésektir. Gæzluvarðhaldsvist getur komið í stað fésektar að nokkru leyti eða öllu. Á sú regla einkum við, ef vararefsing er ekki ákveðin. Enn eimir þó eftir af málsbótasjónarmiðinu, þegar fésektir eru dæmdar. Fésektir eru stundum ákvarðaðar með hliðsjón af af- plánuðu gæzluvarðhaldi, sbr. Hrd. XXI, bls. 466 (héraðsdómur), XXII, bls. 248. I þessum dómum var gæzlutími ekki dreginn frá vararefsingu. ]) Sjá Knud Waaben, Straffe og andre retsf0lger (1983), bls. 39. 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.