Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Síða 38

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Síða 38
1) Athafnir sökunauts, meðan á málinu eða rannsókn þess stóð. Af- brot það, sem tilefni gaf til rannsóknar og gæzluvarðhalds, skerðir að sjálfsögðu ekki rétt sökunauts til frádráttar, þótt hann hafi reynt að dylja brotið, afmá ummerki þess eða á annan hátt að koma sér undan eftirför og refsiábyrgð. Einungis athafnir sökunauts eftir upphaf rannsóknar og til loka málsmeðferðar geta orðið þess valdandi, að hafnað sé frádrætti gæzluvarðhaldsvistar. 2) Oi’sakatengsl. Frádrætti verður ekki hafnað, nema gæzluvarð- haldið megi að nokkru leyti eða öllu rekja til athafna sökunauts á þeim tíma, sem lýst er í lið 1), þ.e. sé sennileg afleiðing athafnanna. Meðan á rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmálsins stóð, gerðust þrír sak- borningar sekir um rangar sakargiftir, er leiddu til þess, að fjórir saklausir menn sættu alllangri gæzluvarðhaldsvist. Tveir sakborning- anna játuðu, að þetta hefðu verið samantekin ráð til að torvelda rann- sókn málsins. Hinn þriðji gekkst að vísu ekki við því, að um samantek- in ráð hefði verið að ræða, en sannað þótti, að hann hefði gegn betri vitund borið mennina röngum sökum. Þrátt fyrir þessa hegðun sak- borninga var gæzluvarðhaldsvist þeirra dregin frá refsivist með fullri dagatölu, sjá Hrd. LI, bls. 89 (130-133, 669-670). Þessi niðurstaða réttlætist ef til vill af því, að upphaflegu sakarefnin voru svo alvarlegs eðlis, að ólíklegt má telja, að hinar röngu sakargiftir hafi breytt nokkru um gæzluvarðhaldið. 3) Sök hins brotlega. Það liggur í orðum 76. gr. hgl., að sökunautur þurfi að hafa hegðað sér á þann veg, að honum verði lagt það til lasts. Hér er einungis átt við sök á hegðun hins brotlega, meðan mál hans er í rannsókn eða meðferð, en ekki sökina á sjálfu afbrotinu, sem upphaf- lega leiddi til rannsóknar. Greina þarf á milli réttarspjalla af þessari hegðun annars vegar og sjálfstæðrar refsiábyrgðar hins vegar.1) Yms- ar athafnir sökunauts í því skyni að koma sjálfum sér eða nánum vandamönnum undan refsiábyrgð eru refsilausar, en kunna að hafa sakarspjöll í för með sér að öðru leyti, t.d. varðandi frádrátt gæzlu- varðhaldsvistar, sakarkostnað, bótarétt, sönnunarmat o.fl. Aðrar at- hafnir eru þess eðlis, að þær varða auk þess sjálfstæðri refsiábyrgð, t.d. rangar sakargiftir, skjalafals, sbr. Hrd. LIV, bls. 1958, og æru- meiðingar. Hér á eftir verður kannað, hvaða athafnir torveldi rann- sókn máls eða meðferð á þann veg, að útiloki frádrátt gæzluvarðhalds- vistar. 1) Sjá Jónatan Þórmundsson, „Rangur framburður fyrir rétti", Úlfljótur, 2. tbl. 1978, bls. 96, og Réttarstaða sakbornings (fjölrit), bls. 11—12. 92

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.