Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Page 40

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Page 40
inguna hverju sinni og reikna út frádráttinn. Það segir ekki í ákvæð- inu, að dagur í gæzluvarðhaldi skuli teljast jafn degi í varðhaldi eða fangelsi, sbr. greinargerð. Yfirleitt mun gæzluvarðhald í framkvæmd vera dregið frá með fullri dagatölu, og hefur svo verið lengi, sbr. Hrd. XIX, bls. 181. Annar hugsanlegur kostur er sá að fara eftir hinu lög- ákveðna hlutfalli í 1. mgr. 79. gr. hgl., þannig að gæzluvarðhald sé met- ið eins og varðhald. Almennt verður að líta svo á, að átt sé við fulla dagatölu, þótt það sé ósagt látið í dómi. Algjörlega andstætt sjónar- mið heyrist stundum í þá veru, að hver gæzluvarðhaldsdagur ætti að vega þyngra en dagur í fangelsi, þar sem gæzluvarðhaldi fylgi meira andlegt álag, einangrun og annað harðræði en fylgir afplánun fang- elsisvistar. Ekki er heimild til þess í gildandi lögum að meta gæzlu- varðhaldsdag til lengri tíma en fangelsisdag, sbr. hins vegar 1. mgr. 86. gr. dönsku hegningarlaganna. Frádráttur reiknast venjulega í dögum eða tímabilum milli ákveð- inna dagsetninga. Hver byrjaður dagur í gæzluvarðhaldi telst heill dagur, sbr. Hrd. LI, bls. 1344 (1359) ; LIII, bls. 1373. Hafi maður ver- ið úrskurðaður til gæzlu oftar en einu sinni í sama máli, er gæzlutím- inn í öll skiptin lagður saman og dreginn frá í heild sinni, enda séu skil- yrði frádráttar fyrir hendi, sbr. Hrd. LI, bls. 89 (132). Það útilokar ekki frádrátt að fullu, þótt refsitími sá, sem eftir stendur, sé skemmri en almennt lágmark refsivistar, sbr. 34. og 44. gr. hgl. Ef tvö mál eru sameinuð við málshöfðun eða dómsmeðferð, má leggja saman gæzluvarðhaldsvistir úr þeim báðum og draga þær frá refsingu í einu lagi, þegar heildarrefsing hefur verið ákvörðuð, sbr. Hrd. XXVII, bls. 354 (384, 385) og LI, bls. 1892, sbr. og 60. gr. hgl. Aftur á móti er óheimilt að draga frá gæzluvarðhaldsvist, ef hún er ekki til komin vegna brota þeirra, sem leitt hafa til ákæru og dóms, sbr. Hrd. LI, bls. 722 (731-732), sbr. og Hrd. XLIV, bls. 442, sem fjallað er um á bls. 91. Ákvörðun um frádrátt gæzluvarðhaldsvistar vei'ður aðeins tekin í refsidómi, en ekki t.d. með dómsátt eða skilorðsbundinni ákærufrestun. Niðurstöðuna skal greina í dómsorði. Ákvæði 76. gr. hgl. tekur fyrst og fremst mið af gæzluvarðhaldi við rannsókn og meðferð máls, áður en dómur gengur í héraði. Ekkert er samt því til fyrirstöðu, að ákvæðið taki til gæzluvarðhalds, meðan á áfrýjun máls stendur, enda þótt það sé ekki beinlínis tekið fram í laga- greininni. Lagarök mæla ótvírætt með þeim skilningi. Um hann er ekki deilt, þegar ríkissaksóknari áfrýjar máli án kröfu dómþola — eða eftir kröfu dómþola og úrslit máls í Hæstarétti verða hinum dæmda í vil. Hins vegar hefur þetta verið talið meira vafamál, ef krafa dómþola 94

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.