Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Síða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Síða 42
Aharon Yoran prófessor: ÁHRIF VERÐBÓLGU Á EINKARÉTTARSKYLDUR í ÍSRAEL Grein sú sem hér fer á eftir birtist árið 1982 í Israeli Reports to the XI. Inter- national Congress of Comparative Law. Eins og kunnugt er hefur verðbólga geisað í ísrael á undanförnum árum líkt og hér. Er því fróðlegt til saman- burðar að sjá hvernig löggjafinn og þó einkum dómstólar hafa brugðist við þessari þróun. Hefur einkum verið leitast við að tryggja að raungildi pen- inga héldist þrátt fyrir greiðslu eftir gjalddaga. Greinin er eftir Aharon Yoran en hann er prófessor í verslunarrétti við lagadeild Hebreska háskólans í Jerusalem. Greinin birtist hér með leyfi höfundar og nokkuð stytt. Þýðinguna annaðist Hjördls Hákonardóttir, borgardómari. I. INNGANGUR Yfir 100% verðbólga hrjáir Israel um þessar mundir. Hún jókst úr 48% 1978 í 111% 1979 og í 133% 1980. Árið 1981 féll hún niður í 101,5%. Það er yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar að berjast gegn verð- bólgunni. En vegna þess hve lengi Israel hefur búið við óðaverðbólgu var nauðsynlegt að grípa til varnar- og aðlögunaraðgerða í hagkerfinu, og réttarkerfið fylgdi í kjölfarið. Flestir þættir hagkerfisins eru vísu- tölubundnir, þar með talin vinnulaun, skattþrepakerfið, almannatrygg- ingabætur og sparifé. Vísitölubinding er einnig ríkjandi í samningum að einkamálarétti: fasteignaverð eða húsaleiga fylgir t.d. venjulega framfærsluvísitölu eða gengi bandaríkjadals. Við slíkar aðstæður er eðlilegt að réttarkerfið lági sig verulega að verðbólgunni. II. AÐ LAGA SKATTAKERFIÐ AÐ VERÐBÓLGUNNI 1 ísrael er það almennt viðurkennnt að verðbólga skekkir bæði skatt- þrepakerfi og tekjuskattsstofn. Árið 1975, en þá var verðbólgan yfir 30%, var gerð breyting á tekjuskattsreglugerðinni, sem kölluð hefur verið Tekjuskattsbótin. Með henni voru skattþrep og frádráttarliðir 96

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.