Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Side 44

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Side 44
mun minna en 50%. Þótt verðbólgugróðinn sé ekki alveg undanþeginn skattlagningu hefur hann í raun hverfandi áhrif í þessu kerfi. Enn hefur ekki verið fundin góð mælistika á tekjuskatt í Israel en til eru aðferðir til að draga úr áhrifum verðbólgunnar. Leyfileg fyrn- ing er mjög hröð — tvö ár fyrir nýjar vélar í iðnaði. Frá því 1977 hefur iðnfyrirtækjum að auki verið heimilaður sérstakur birgðafrádráttur til að draga úr áhrifum FIFO birgðabókhaldsins, þar sem FIFO bók- hald er ekki leyft með tilliti til skatta. En flestir þættir efnahagslífs- ins njóta ekki þessara skattfríðinda. Stjórnskipuð nefnd hefur gert tillögu um raunhæfan skattstofn. Samkvæmt þessari tillögu eru fjár- munir greindir í „hverfula“ og „varanlega“. Hverfulir fjármunir eru þeir sem ekki standast verðbólgu, svo sem birgðir, peningar og útistand- andi skuldir. Sérhvert fyrirtæki mun fá sérstakan frádrátt, sem sam- svarar eigin fé fyrirtækisins að frádregnum varanlegum fjármunum margfaldað með verðbólgustiginu. Samkvæmt skilgreiningu jafngild- ir þessi frádráttur hverfulum fjármunum að frádregnum skuldum margfaldað með verðbólgustiginu. Á þennan hátt má vernda hverfula fjármuni sem fengnir eru með eigin fé fyrir áhrifum verðbólgunnar. Vegna margvíslegra vandamála við framkvæmd þessarar tillögu hef- ur hún ekki enn verið lögtekin. 1 stuttu máli er verðmætaaukning sem skapast við sölu eigna skattlögð samkvæmt raungrunnskerfinu, en venjulégar tekjur eru enn skattlagðar að nafnvirði með smáskammta- leiðréttingum. III. VERÐTRYGGÐAR SKAÐABÆTUR OG FLEIRI SKYLD EFNI Það eru rúmlega tíu ár síðan farið var að verðtryggja skaðabætur, en þá var verðbólgan milli 10 og 100%; þessa aðlögun má að hluta rekja til löggjafans og að hluta til dómstólanna. Árið 1975 vék Hæsti- réttur ísraels frá þeirri reglu að miða fjárhæð bóta við tjónsdaginn í skaðabótamálum vegna tjóns á fjármunum og miðaði fjárhæð bóta við dómsuppsögudaginn. Rétturinn ályktaði að tap vegna verðbólgu bæri að bæta samkvæmt ákvæðum sérstakra laga um skaðabætur (Civil Wrongs Ordinance, Section 76 (1)), sem taka til tjóns sem er „eðlileg og bein afleiðing bótaskylds verknaðar varnaraðila“. Árið 1979 komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að sama regla gilti einnig í skaðabóta- rétti um líkamstjón. Tekjutapið er metið miðað við dómsuppsögudag og eingreiðslan er lækkuð miðað við vaxtahlutfall sem er óháð verð- bólgu. Miskabætur eru einnig metnar við dómsuppsögu. Skaðabætur innan samninga eru ennfremur metnar á sama hátt. Að því er varðar 98

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.