Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Page 45

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Page 45
uppgert tjón gera lögin um bætur innan samninga sérstaklega ráð fyrir vöxtum samkvæmt vaxta- og vísitölulögunum, sem frá 1978 mega vera annaðhvort lögleyfðir vextir eða vísitala með 3% vöxtum. Árið 1981 dæmdi hæstiréttur að skaðabætur vegna vanefnda á samningi skyldu yfirleitt einnig miðaðar við verðlag á dómsuppsögudegi og að regla „vaxta- og vísitölureglunnar“, þ.e. vísitala plús 3% vextir, gæti verið leiðbeiningarregla við mat á bótum við dómsuppsögu. Dómstóllinn taldi að bæta mætti tap af völdum verðbólgu samkvæmt reglunni í skaða- bótarétti innan samninga um hvað telja mætti fyrirsjáanlegt, þ.e. „að tjónþoli eigi rétt á bótum fyrir tjón sem hann verður fyrir vegna van- efnda og afleiðinga þeirra og sem sá er vanefnir sá fyrir eða mátti sjá fyrir, þegar samningurinn var gerður, sem líklegar afleiðingar van- efnda.“ 1 málum sem höfðuð voru til þess að krefjast efnda á samningum um fasteignir dæmdu dómstólar ýmist að fullnægja bæri samningum samkvæmt bókstaf þeirra eða neituðu að taka slíka afstöðu vegna þess að það var álitið óréttlátt miðað við málavexti að framfylgja beinu orðalagi þeirra. En eftir 1978, þegar það var orðin almenn regla að skaðabætur væru vísitölubundnar, tóku dómstólarnir upp þá reglu að endurmeta f járhæðir í samningunum. Af því leiðir að upphæðin er stund- um verðtryggð að fullu eða bundin áþekkri viðmiðun en í öðrum til- vikum eru greiddir vextir sem eru undir markaðsgengi. Þau atriði sem dómstóllinn metur við ákvörðun á því hversu langt eigi að ganga í leið- réttingunni eru m.a. framkoma aðilanna, verðtryggingar eða vaxta- ákvæði í samningnum, og hvort kaupandinn hefur orðið fyrir verulegu tjóni. Lagagrundvöllurinn fyrir því að beita verðtryggingu í málum til efnda á samningum er ekki fullkomlega traustur. Ein leið til að rök- styðja þá afstöðu byggist á tilvísun til ákvæðis í lögunum um bætur innan samninga sem kveður svo á að „við mat á því hvort samningi hafi verið fullnægt megi dómstólar láta úrlausn velta á því hvort tjón- þoli hafi uppfyllt skuldbindingar sínar eða sett tryggingu fyrir efnd- um þeirra eða á öðrum skilyrðum sem óhjákvæmilega leiða af samn- ingnum eins og atvikum málsins er háttað.“ Ókosturinn við þessa að- ferð er auðvitað sá að ástæða endurskoðunar samningsins á ekki rót sína að rekja til samningsins heldur til verðbólgunnar. Annar rök- stuðningur byggir á svohljóðandi ákvæðum vaxta- og vísitölulaganna: „Dómstóll sem ákvarðar aðila fjárhæð eða kveður svo á að slík fjárhæð sé greidd eða sem ákvarðar að tiltekin fjárhæð sé gjaldfallin sam- kvæmt einhverjum lagaákvæðum getur samkvæmt eigin mati ákveðið 99

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.