Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Page 46

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Page 46
að vextir (eða verðtrygging og vexir) skuli greiddir á alla fjárhæðina eða hluta hennar.“ Hér ákveður dómstóllinn fjárhæð — kaupverð — til handa seljandanum, varnaraðilanum, og því getur dómstóllinn verð- tryggt fjárhæðina eða dæmt vexti samkvæmt lagaákvæðinu. Þriðja röksemdafærslan skírskotar til reglunnar um góða trú, en í 39. gr. samningalaganna frá 1973 segir: „Skyldu sem rís af samningi skal fullnægt eða réttur samkvæmt honum nýttur á hefðbundinn hátt og í góðri trú“. Þessi regla ein sér eða ásamt reglunni um að efndir á samn- ingum megi skilyrða þannig að tjónþolinn standi við skuldbindingar sínar getur orðið nægjanlegur lagagrundvöllur fyrir því að endurskoða (verðtryggja) kaupverðið eða að afhending gegn greiðslu nafnverðs samræmist ekki því að efna samninginn í góðri trú. Vandinn við þessa leið er sá að ef hægt er að nota regluna um góða trú sem lagagrund- völl til þess að endurmeta verð þégar krafist er efnda á samningum, má líka nota hana til að breyta umsömdu verði í samningum sem ekki eiga að koma til framkvæmda fyrr en e.t.v. löngu síðar. Það er líklegt að dómstóllinn hafi séð fyrir þessa hugsanlegu notkun regl- unnar um góða trú og því gætt þess að geta um þessa leið án þess að byggja niðurstöðu málanna á henni. Einn fræðimaður hefur bent á að hægt sé að byggja leiðréttinguna á gr. 3(4) í samningalögunum (bætur végna samningsrofa), en þar segir: „Tjónþoli á rétt á að samn- ingnum sé framfylgt nema . . . það sé, eins og málum er háttað, órétt- látt.“ Samkvæmt þessu sjónarmiði felur vald dómstólanna til að hafna kröfu um efndir samnings í sér vald til að taka hana til greina með skilyrðum. I dómi nokkrum taldi meirihluti hæstaréttar ennfremur að verð- tilboð leysti kaupanda ekki undan skyldu sinni til að hlíta endurmati verðs. Ástæðan er sú að kaupandinn heldur peningunum í vörslu sinni og gæti hagnast á verðbólgunni á meðan. í sératkvæði var því aðeins fallist á endurmat að kaupandinn fjárfesti í öðru og gæti þannig bak- tryggt sig. Þessi dómari gat um vandkvæði þess að fá fulla baktrygg- ingu með skammtíma fjárfestingu. Nýlega kvað hæstiréttur svo á að jafnvel aðili sem sekur er um samningsrof og leitar eftir endurgreiðslu á útborgun eigi rétt á raun- hæfri endurgreiðslu. Endurgreiðsla vegna óréttmæts gróða er venju- lega metin með hliðsjón af verðlágsþróun, t.d. þegar aðili á rétt á endur- greiðslu fyrir að hafa greitt skuld annars aðila. Framangreindar reglur um raunhæfar fjárgreiðslur ná ekki til ákvörðunai’ refsingar í dómsmáli. 1 nýlegu fjárdráttarmáli krafðist ákæruvaldið þess að „þreföldunarreglunni“ (reglan um að refsingin 100

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.