Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Síða 53

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Síða 53
ið liggur fyrir þykir rétt, að K, þar sem búið er að selja eignina, fái vissan hluta af nettóandvirði hennar. Við ákvörðun á hlutanum er tekið tillit til lengdar sambúðarinnar, sameiginlegra nota aðila af eign- inni og tekjum aðila, meðan á sambúð stóð“. Minnihluti Hæstaréttar var sammála meirihlutanum um það, að ekki hefði myndast sameign eða fjárfélag samsvarandi hjúskap, og vildi sýkna M alfarið. Minnihlutinn taldi, að sambúð aðila gæfi K engan rétt til að fá hlut í tekjum M og líta yrði svo á, að M hefði greitt fyrir húsið, þar sem hann var miklu tekjuhærri. Minnihlutinn tók ekki heldur til greina þrautavarakröfu K um, að hún ætti rétt á endur- gjaldi eða bótum eftir mati. Dómur þessi vakti mikla athygli í Danmörku. Ekki eru þó allir sam- mála um það, hvernig túlka skuli þennan dóm. Sumir telja, að krafa K hafi verið dæmd út frá því sérstaka auðgunarsjónarmiði, að M hefði ekki getað keypt húsið og þar með fengið hagnaðinn af sölu þess, ef K hefði ekki veitt verulega fjárhagslega aðstoð. Aðrir telja, að af dóminum megi álykta, að unnt sé að dæma þeim aðila, sem notað hefur tekjur sínar í þágu heimilisins, peningafjárhæð samkvæmt sanngirn- isreglu, í þeim tilvikum þegar hinn aðilinn hefur notað sínar tekjur til fjárfestingar. Flestir eru þó sammála um, að fleiri dómar þurfi að ganga í Hæstarétti, áður en hægt sé að fullyrða um afstöðu Hæsta- réttar til þessara mála.1) Eins og fyrr getur, er Hrd. 1981:128 fyrsti dómurinn, sem víkur frá þeirri dómvenju að dæma ráðskonulaun og dæmir í staðinn öðr- um sambúðaraðila hlutdeild í þeirri eignamyndun, sem hefur átt sér stað á sambúðartímanum.2) Frá því að sá dómur gekk hafa gengið 4 hæstaréttardómar um fjárskipti vegna slita á óvígðri sambúð, og virðist vera unnt að lesa úr þeim dómum ákveðna stefnubreytingu hjá Hæstarétti. Að vísu er í tveimur þessara dóma, Hrd. 1982:1107 og Hrd. 1983:865, dæmd greiðsla vegna vinnuframlags á heimili á sambúðar- tíma, en hafa ber í huga, að í hvorugu málinu var höfð uppi krafa um hlutdeild í eignamyndun eða sameign, og bæði málin voru höfðuð, 1) Sjá Inger Margrete Pedersen: Jnristen & 0konomen 1981 s. 217, Vibeke Vindel0v: U 1980 B s. 226, V. Tops0e: U 1980 B s. 333, J0rgen Graversen: Familieret 1980, s. 611, P. Holm-J0rgensen: U 1981 B s. 16. 2) í sératkvæði í Hrd. 1978:893 taldi einn dómarinn lagarök benda til þess, að sambúðar- kona öðlaðist hlutdeild í þeirri fjármunamyndun, sem varð meðan á sambúð stóð. 107

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.