Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Page 59

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Page 59
Frá vinstri: Eirikur Tómasson meðstj., Páll A. Pálsson varaform., Jón Steinar Gunnlaugsson formaður, Gísli Baldur Garðarsson ritari, Hailgrímur B. Geirsson gjaldkeri, Hafþór Ingi Jóns- son framkvæmdastjóri. Þorsteinsdóttir hrl. Af félagsmönnum eru nú alls 13 hæstaréttarlögmenn 70 ára og eldri, og eru þeir lausir undan skyldu til greiðslu árgjalda. Á liðnum árum hefur verið nokkuð tilviljunarkennt hverjir hafa verið teknir á félagaskrá L.M.F.Í. Undanfarið hefur þeirri reglu verið fylgt að taka alla inn á félagaskrá, sem fengið hafa útgefin leyfi til málflutnings fyrir héraðs- dómi, ef þeir eru ekki bundnir af reglum dómsmálaráðuneytisins frá 1971 um skyldu til deponeringar. Þrátt fyrir þessa meginreglu var stjórninni Ijóst, að hagir manna eru mismunandi og ekki stunda allir félagsmenn bein lögmanns- störf. Stjórn félagsins óskaði af þessum sökum eftir því við dómsmálaráð- herra, að hann flytti frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 61/1942, um málflytjendur. Meginefni frumvarpsins var að víkka út reglur um afhend- ingu málflutningsleyfa til dómsmálaráðuneytisins, þannig að allir, sem fengið hafa lögmannsréttindi, geti afhent leyfisbréf sfn. Þá var jafnframt kveðið á um réttaráhrif afhendingar málflutningsleyfa bæði að því er varðar heimild til málflutnings og réttarstöðuna gagnvart L.M.F.Í. Ráðherra lagði frumvarpið fram á Alþingi, en það hlaut ekki afgreiðslu. Verður það væntanlega lagt fram aftur á næsta Alþingi. Stjórnarfundir voru haldnir reglulega hvern miðvikudag nema yfir hásum- arið og um stórhátíðir. Alls voru haldnir 39 stjórnarfundir og 289 málsatriði bókuð. 113

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.