Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Síða 61

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Síða 61
mót. Heíur þessi starfsemi mælst vel fyrir. Nýbreytni var, að félagið stóð fyrir jólatrésskemmtun fyrir börn og barnabörn félagsmanna og starfsfólks þeirra. Um 80 börn og 60 fullorðnir sóttu skemmtunina, sem tókst hið besta og á e.t.v. eftir að verða fastur liður I starfsemi félagsins. Um mánaðamótin febrúar/mars var haldið námskeið á vegum félagsins um fébætur fyrir lífs- og líkamstjón. Leiðbeinendur voru 6 og allir úr röðum lögmanna. Um 40 lögmenn tóku þátt í námskeiðinu, en það var mun meiri þátttaka en búist hafði verið við í upphafi. Þessi mikla aðsókn sýnir vel áhug- ann á endurmenníunarnámskeiðum fyrir lögmenn og ætti að vera hvati til að halda áfram á sömu braut. í maí síðastliðnum var farin námsferð á vegum félagsins til London, en árið á undan var farin sams konar ferð til Washington D. C. og New York. 39 lög- menn tóku þátt í ferðinni til London, þar af liðlega helmingur með maka. Fyrir aðalfundinum lágu m.a. tillögur stjórnar um breytingar á lágmarks- gjaldskrá félagsins og Codex Ethicus. Tillögur þessar voru viðamiklar, og var þeim frestað til meðferðar á framhaldsaðalfundi 12. maí s.l. Á þeim fundi voru samþykktar ýmsar breytingar á lágmarksgjaldskrá. Helsta breytingin var sú, að heiti lágmarksgjaldskrár var breytt í gjaldskrá, sem víkja má frá til hækkunar eða lækkunar. í tillögum stjórnar um breytingar á Codex Ethicus var m.a. gert ráð fyrir veigamikilli breytingu á þeirri grein, er lýtur að kynn- ingu og auglýsingum á starfsemi lögmanna. Gerði tillagan ráð fyrir veru- legri rýmkun á þessu sviði. Á framhaldsaðalfundinum var samþykkt að fresta meðferð þessara tillagna þar til á næsta aðalfundi. Á starfsárinu voru í gangi viðræður við dómsmálaráðuneytið um uppgjör og þóknun fyrir réttargæslustörf. Af hálfu félagsins hafði verið lagt til, að ráðu- neytið ritaði dómaraembættum bréf og lýsti þeirri skoðun sinni, að það teldi rétt, að þóknun fyrir þessi störf skyldi miða við tfmagjald að viðbættu hæfi- legu álagi eftir atvikum. Ráðuneytið vildi ekki verða við þessum tilmælum og taldi ekki rétt að gefa dómurum neinar leiðbeiningarreglur í þessu sam- bandi. Ráðuneytið hefur hins vegar kynnt þessar viðræður í dreifibréfi til embætta og lét m.a. fylgja eyðublað, sem félagið lét útbúa fyrir réttargæslu- menn. Á eyðublað þetta var m.a. skráð skilgreining stjórnar á því, hvað fæl- ist í réttargæslustörfum. Stjórnin hefur að undanförnu ekki orðið vör við óánægju félagsmanna, eins og stundum áður, með greiðsludrátt á réttargæslu- launum eða öðrum greiðslum ríkissjóðs til lögmanna. Félaginu bárust rausnarlegar gjafir á starfsárinu. Jón E. Ragnarsson hrl. ánafnaði félaginu allar bækur sínar um lögfræðileg efni. Hér er um að ræða myndarlegt safn lögfræðirita. Er félaginu mikill fengur að bókum þessum. Páll Skúlason, lögfræðingur og bókasafnsfræðingur, var fenginn til að flokka bækurnar og skrásetja þær. Er því verki nú lokið, og hefur bókunum verið komið fyrir í stjórnarherbergi félagsins. Þá færði dr. juris Gunnlaugur Þórðar- son hrl. félaginu að gjöf veglegt málverk eftir Karl Kvaran, listmálara, sem ber heitið ,,Vandinn leystur". Við afhendingu málverksins lét gefandi þess getið, að gjöfin ætti að vera öðrum félagsmönnum gott fordæmi. Fastanefndir félagsins, þ.e. kjaranefnd, laganefnd og gjaldskrárnefnd, störf- uðu reglulega eins og áður. Mestur tími laganefndar fór í að yfirfara og gefa umsagnir um ýmis lagafrumvörp, þingsályktanir og fleira þess háttar. Kjara- nefnd yfirfór á síðasta starfsári lágmarksgjaldskrá félagsins og skilaði tillög- 115

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.