Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Qupperneq 7

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Qupperneq 7
ef hann hefði ekki 7. nóvember 1935 verið skipaður sýslumaður Barðastrandar- sýslu með aðsetri á Patreksfirði. Yfirvald Barðstrendinga var hann, þar til hann fékk skipun sem sýslumaður Þingeyjarsýslu og bæjarfógeti Húsavíkur 1. júni 1956. Það starf hafði hann á hendi, uns hann lét af embætti fyrir aldurs sakir 15. júlí 1974. Árið 1930 kvæntist Jóhann eftirlifandi konu sinni, Sigríði Víðis Jónsdóttur. Reyndist hún honum traustur lífsförunautur og samtaka í öllum hjartans mál- um. Hún er ættuð frá Þverá í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu. Eru þau hjónin því bæði af þingeyskum ættum. Jóhann Skaptason gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum. Á Patreksfirði sat hann í stjórn Eyrarsparisjóðsins, stóð að uppbyggingu hraðfrystihússins á staðnum og hafði forystu um byggingu sjúkrahússins. Eftir komuna til Húsa- víkur tók hann og virkan þátt i ýmsum málum, er til framfara horfðu héraðinu. Hann hafði forgöngu um, að á vegum sýslufélaga í Þingeyjarsýslu og Húsa- víkurkaupstaðar var gefin út Árbók Þingeyinga, sem er menningarsögulegt safnrit. Nú er hún útbreiddasta átthagarit, sem gefið er út á landinu. Jóhann skrifaði sjálfur mikið í árbókina og sá um fjárreiður hennar allt til árs 1979. Jóhann Skaptason var afar velviljaður maður og gerði sér far um að láta gott af sér leiða í hvívetna. Hann var strangheiðarlegur og orð hans stóðu eins og stafur á bók. Á hinn bóginn var honum öll sýndarmennska fjarri skapi, og hann forðaðist að berast mikið á. Enn fremur var hann ávallt fastur fyrir, og allir fundu, að ríkir skapsmunir veittu orðum hans og athöfn- um aukinn þunga. Og bæri hann eitthvert málefni fyrir brjósti, fylgdi hann því staðfastlega eftir og sparaði þar hvorki fé né fyrirhöfn. Oftast verður þeirra hjóna, Jóhanns og Sigríðar, efiaust minnst, þegar Safnanúsið á Húsavík ber á góma. Það er stórhýsi á Húsavík, sem hefur að geyma helstu söfn byggðarlagsins, svo sem byggðasafn, náttúrugripasafn, héraðsskjalasafn, málverkasafn og bókasafn. Þau hjónin höfðu alla tíð for- göngu um að hrinda safnahúshugmyndinni í framkvæmd, og í því máli þoldi Jóhann enga smásmygli eða kotungshátt. Og Safnahúsið reis af grunni að miklum hluta fyrir fjármuni, sem þau hjónin, Jóhann og Sigríður, svo og nánir ættingjar þeirra lögðu fram. í þvi skyni gaf m.a. Jón Víðis, bróðir Sigríðar, stórhýsi við Hverfisgötu i Reykjavík, sem síðan var selt og andvirðið lagt í safnahúsbygginguna. Safnahúsið hefur gert kleift að varðveita á heimaslóðum margvislegar minjar og menningararf, sem annars væri suður í Reykjavík eða lægi jafnvel undir skemmdum í einkahýbýlum, ef ekki glataður. Naumast var það tilviljun, að Jóhann Skaptason lét sér svo annt um varð- veislu þingeysks menningararfs. Skapgerð hans stóð djúpum rótum i menn- ingu forfeðranna. Hann var í flestum greinum af „gamla skólanum“, eins og nú er sagt. Sem sýslumaður vestur á Patreksfirði fór hann mjög ferða sinna á hestbaki um sýsluna, enda lítið um vegi og héraðið erfitt yfirferðar. Auk þess stundaði hann ofurlítinn sauðfjárbúskap. Á Húsavík komu þau Sigríður sér upp fallegum skrúðgarði, sem vex að grósku með hverju árinu sem líður. Bóndinn var ríkur í Jóhanni. Allt fram til þess síðasta tók hann sér orf og Ijá í hönd og sló grasflötina í garði sínum, þótt flestir aðrir væru komnir með vélknúnar sláttuvélar. Hafði ég gaman af því að ganga út i garðinn til hans og fá að grípa í orfið, þótt helst þyrfti hann að standa mér við hlið með brýnið sitt, svo að biti. 213
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.